Skírnir - 01.01.1965, Síða 41
Skírnir
Rúnavísur frá Björgvin
39
greinilegar rætur í hinum gamla Edduskáldskap. Tengslin
eru ekki bundin við eitt kvæði, heldur mörg, bæði hetju-
kvæði og goðakvæði. Höfundur galdursins hefur gripið upp
nokkrar ljóðlínur hér og hvar í Eddubókmenntunum, hnik-
að þeim dálítið til og sett þær saman í eina heild. Þýzka sær-
ingu hefur hann þekkt og síðan ort hana upp undir fom-
yrðislagi með orðum og orðasamböndum úr Eddukvæðum.
Þetta hefur sennilega gerzt einhvern tíma á 14. öld í Björg-
vin. Keflið fannst í lagi frá um 1380, en getur vitanlega ver-
ið nokkru eldra. Sömuleiðis má gera ráð fyrir því, að gald-
urinn hafi getað lifað nokkurn tima á vörum manna, en hið
nána samband við þýzkar særingar frá 15. og 16. öld bendir
til síðmiðalda,9) eða a. m. k. alllöngu seinni tíma en ritunar-
tíma Eddukvæðanna.
Þeir textar, sem við nú höfum séð, eiga að verulegu leyti
heima í því sérstaka umhverfi, þar sem brot úr Edduskáld-
skap hafa varðveitzt ásamt með forneskjufræðum langt fram
á síðmiðaldir. önnur dæmi bundinna texta eru svo á öðru
sviði. Segja má að líkindum, að þeir séu yfirleitt á hærra
stigi. Hér hittum við fyrir menn, sem hafa vald á hinum
göfgari skáldskaparformum, hinum vandmeðfömu bragar-
háttum, sem fornskáldin höfðu um hönd. Sumir hafa jafn-
vel þekkt til skáldskapar í latneskum búningi. Fyrst ætla ég
að nefna nokkra smámuni og hafa þá fyrir eins konar inn-
gang að þessum flokki. Þeir eru meðal elztu textanna og
fjalla þar að auki um efni, sem er einkennandi fyrir nokkr-
ar hinna fullkomnari áletrana (5. og 6. mynd):
a) munþumekmanekþ
b) ekunþumeranekþer
TJnn þú mcr,
ann ek þér.
Mun þú mik,
man ek þik.
°) Klausan, sem Ragnhildur tregagás notaði árið 1323: „Ritt ek i fra
mer gondols ondu. æin per i bak biti annar i briost þer biti þridi snui
uppa þik hæimt oc ofund", er af sama flokki. Hún hafði lært hana in
juventute a Solla dicto Sukk. Þar eð Ragnhildur hefur sennilega verið
á miðjum aldri, þegar hún notaði klausuna, mun ekki fjarri lagi, að hún
hafi lært hana um 1300. DN IX, bls. 113 o. áfr.