Skírnir - 01.01.1965, Síða 42
40
Aslak Liestol
Skirnir
a) unþu. mær. ank. þær. gunnildr. kys. mik
b) kanekþik
Unn þú mér, Kyss mik,
ann ek þér, Gunnhildr. kann ek þik.
1 mörgum þeim textum. sem nú verður fengizt við, er
konan efst í huga skáldsins, eins og í síðasta riminu hér að
ofan. Þetta er skáldskapartegund, sem vafalaust hefur verið
mjög vinsæl, þótt hún af tilviljun eigi fáa fulltrúa meðal
þess, sem varðveitzt hefur frá tíma Björgvinjarristnanna.10)
En nú getur Björgvin státað af nokkrum slíkum mansöngs-
vísum frá 13. öld. Á íslandi voru þær bannaðar með lögum,
en ástæðulaust er víst að halda, að Islendingar hafi þar fyrir
setið á sér með að iðka þessa list. Hvernig sem annars á að
skýra þetta hlutfall, er ánægjulegt til þess að vita, að Norð-
menn geta þó að minnsta kosti á þessu sviði haldið til jafns
við Islendinga.
Einhver hin elzta af þessum vísum er á fallega tálguðu
rúnakefli og fyllir næstum því þrjár hliðar. Á þvi, sem eftir
er af þriðju hlið, er brot eftir Virgil (úr Ecloga 10) omnia
vincit amor, et nos cedamus amori. Rúnirnar á þriðju hlið
eru svo endurteknar á fjórðu hlið, en með annarri hendi og
mjög viðvaningslega, enda villur margar (7. mynd):
a) fell. til. friþrar. þellu.farleghrar. mr. arla.
fiskall. festibala. forn. byrhamar
b) norna. þæimuihdi. h (e) uirþundar. þornluþrs. iolun.
buþar. gloumar. gyghiartouma
c) galdrsfastlegha. haldet. omnia. uinciþ. amor. æþ.
nos. cedamus. amori
d) kaltrsfalkha. haldet: omnia: uinsciþ. amor. æþnos
(iisiadiammii. amori.)
Tilvitnunin frá Virgli er vel þekkt og var í hávegum höfð,
einnig á miðöldum. Upphafið (amor uin) höfum við á öðru
kefli frá Björgvin, og alla fyrstu setninguna eða Ijóðlínuna
10) Sbr. Jón Helgason í Nordisk kultur VIII: B, bls. 147 o. áfr.