Skírnir - 01.01.1965, Page 51
Skímir
Rúnavísur frá Björgvin
41
getur að lesa á tinsylgju frá Gamle Lödöse.11) Þetta hefur
verið þekkt sem sjálfstæð tilvitnun og þarf því ekki að henda
til neinnar teljandi klassískrar menntunar hjá rúnameistar-
anum.
Dróttkveðna vísan er ekki alls kostar auðveld viðureignar.
Vænta mætti, að vísa, sem rituð er með rúnum, hljóti að
vera mjög nærri réttri frumgerð. Líklega eru skáldið og rúna-
ristarinn oft einn og sami maður. Til dæmis verður að ætla,
að yngsta dróttkveðin vísa norsk, sem hingað til hefur þekkzt,
vísan úr Vinje-kirkju, sé ort og rist af Haraldi grenska, þegar
hann var þar með Sigurði jarlssyni árið 1194. En hér er á
annan veg farið um okkar áletrun. Til þess bendir einkum
það, að hendingar vantar í fyrstu ljóðlínu síðari helmings.
Þar sem aðalhendingar eru í öllum hinum ljóðlínunum
(Snorri mundi víst hafa kallað það ,,alhent“), eigum við
von á samstöfu með -und-, helzt þar sem stendur uihdi. Vit-
anlega gæti hugsazt, að þundar sé rangt og þarna hefði átt
að standa orð með -eim- eða -íg-. Með öðrum orðum er hér
að líkindum um ritvillu að ræða, og hana mætti skýra sem
afritaravillu. Þegar nt er rist þétt saman með rúnum, er
hætta á, að úr því verði lesið sem hd, og lítil mistök til við-
bótar geta valdið því, að enn bætist i við. T. d. er þessi áletr-
un að langmestu leyti tvirist, fyrst lauslega og síðan farið
ofan í rúnirnar aftur, svo að viða verða strikin tvöföld. 1
tilraunum sínum til að skýra vísuna hafa fræðimenn gert
ráð fyrir enn fleiri mistökum, sem engan veginn er auðvelt
að festa hendur á.
Það eru Wolfgang Krause og Jón Helgason, sem reynt
hafa að ráða vísuna, og þeim ber saman um fyrri helming-
inn, en greinir mikið á um hinn síðari. Fyrri helmingur er
þannig með samræmdri stafsetningu:
Fell til friSrar þellu
fárlegrar mér árla
fiskáls festibála
forn byrr hamar-norna.
1:L) Vastergötlands fornminnesförenings Arsskrift 1963, bls. 284.