Skírnir - 01.01.1965, Page 52
42
Aslak Liest0l
Skírnir
Fiskáll = sjór, festíbál hans = gull,12) þella þess = kona;
hamar-norn = tröllkona, forn byrr hennar = hugur. „Hug-
ur minn féll snemma til hinnar fríðu og hættulegu konu.“
1 hinum helmingnum er nýja orðið „iolun“, sem áður var
nefnt. Hvorki Krause né Jón þekktu hitt dæmið, þegar þeir
skrifuðu greinar sínar um vísuna. Ef svo hefði verið, er eins
víst, að þeir hefðu komizt að annarri niðurstöðu, og því mun
ég ekki tilfæra hér skýringu þeirra á síðari helmingnum.
Til eru fáein brot úr annarri vísu frá nokkurn veginn sama
tíma. Ekki fannst nema dálítil flís af keflinu, sem ristan hef-
ur verið á, og hún er þar að auki brotin í marga parta (8.
mynd). Það, sem hægt er að lesa, lítur þannig út:
a) snotgat. laussanlatalingunirfyrirur
b) -----om. æ------rho — mærfyrirmonom
Þriðja rúnalína er á hliðinni „fyrir ofan“ hinar, en hún er
svo brotakennd, að engin merking fæst í hana. Þar hefur ef
til vill verið niðurlag fyrri helmings dróttkveðinnar vísu,
sem síðan heldur áfram í hinum línunum:
Snót gat lausan láta,
Lín-Gunnr, fyrir ver sínum
— enn er hón mær fyrir mQnnum —
Ég tel alveg víst, að síðasta línan hafi byrjað á orðinu rney-
dóm, enda hafa margir orðið til þess að benda mér á það.
Enn fremur er sennilegt, að það hafi rímað á móti orðinu
blómi. Algengt var, að dóm — blóm rímaði saman, a. m. k.
í helgikvæðum. Fyrsta orðið má ef til vill leiðrétta í snotr,
þá er hægt að komast hjá, að frumlagið sé tvítekið. 1 ann-
arri ljóðlínu hef ég lesið sínum. Eftir rúnaförunum mætti
eins vel lesa þínum, en þannig er erfiðara að koma merk-
ingunni heim og saman. Vitaskuld er okkur með öllu ókunn-
ugt um, hvers konar atviki kvæðið lýtur að, en hvað sem
12) Ég hefði fremur kosið bál sjávar = gull, festibál = gullið, sem
festir = skartgripur. (Skartgripir höfðu að jafnaði hlutverki að gegna
sem hluti kvenklæðnaðar).