Skírnir - 01.01.1965, Side 53
Skírnir
Rúnavísur frá Björgvin
43
öllu öðru líður, virðist þínum ekki eðlilegt. 1 næstu línu
kemur til greina mær eða rnér, og hið síðarnefnda leiðir ef
til vill til allt eins góðrar merkingar í sambandi við það,
sem á eftir fer. Enn er hón mær fyrir mqnnum er samt
skemmtilegri lesháttur, þótt hann hafi ef til vill í för með
sér, að ver merki þá ekki eiginmaður, heldur elskhugi. ÍJt
frá þessum tveimur tillögum geta menn svo ort ofurlitlar ást-
arsögur, og skal það eftirlátið lesendum.
Nokkru yngri en þessar tvær vísur er áletrun á hrotnu
kefli, sem fannst í lagi frá seinni hluta 13. aldar (9. mynd):
a) —Qknantreng.a.bloþi. — r-ngir
b) — ota.ræyni.gautu —.ranar.Iioma.konon - s.- o —
c) þ.urabitri.hlufu
d) —.hia.orlæik.þinnum.æinskis.uærþr.um.kumnafærþir
Rist er á allar fjórar hliðar, en byrjunina vantar á allar lín-
urnar, svo sem sjá má. Aðeins ein hliðin hefur verið notuð
allt til enda. Ástæðan til þess er óvenjuleg. Það kemur nefni-
lega í ljós, að hér er um að ræða vísu undir hrynhendum
hætti og rúnaristarinn hefur skipt henni í tvær og tvær ljóð-
línur. Aftur á móti er dróttkveðna vísan, sem um var fjall-
að hér að framan, rituð beint af augum eins og óbundið mál,
líkt og venjulegt var, þegar ritað var með bókletri. Þegar
svo reynt er að reikna út, hversu mikið rúm samstöfumar,
sem vantar, hafa fyllt, kemur í Ijós, að önnur hver rúnalína
hefur byrjað alllangt frá enda keflisins, eða með öðrum orð-
um sagt: línan hefur verið inndregin. Þá er spumingin, í
hvaða línu muni vera upphaf kvæðisins. Hefur rúnaristar-
inn byrjað hvorn vísuhelming með inndreginni línu, eða
hefur hann byrjað alveg úti á enda og þá liklega með upp-
hafsmerki framan við fyrstu línuna? Fyrir mitt leyti lizt
mér hið síðara líklegra, og því set ég upp samræmdan texta
á eftirfarandi hátt:
[--------------------
fr\œknan dreng, á blóSi sprengir,
[------------’-] ota’ reyni gautum
Ránar Ijóma konungs dómi.