Skírnir - 01.01.1965, Síða 54
44
Aslak Liestel
Skímir
[-------------------
-------] ’urabitri hlufu’
[---------] hjá Qrleik þínum
einskis ver'Sr um gumna ferSir.
Vitanlega er ógemingur að skýra vísuna, þótt reyna mætti
að fylla upp í eyðurnar og styðjast við stuðla og hendingar
og bragreglur yfirleitt. Allt of mikið vantar. Og það, sem
varðveitt er, reynist einnig torsótt. Hvað er „hlufu“ í sjöttu
línu, svo að dæmi sé nefnt? 1 orðinu hlýtur að vera langt
sérhljóð. Einmitt hér ríður á að vita vissu sína, þvi að orðið
byrjar á hl, að minnsta kosti er það skrifað þannig með rún-
unum. Ef það hefur verið borið fram sem hl-, mundi það
benda til þess, að skáldið hafi verið vestan að komið. Slíkt
kæmi síður en svo á óvart, því að hrynhendur háttur er, að
því er við vitum til, aðeins notaður af Islendingum og ein-
um suðureyskum manni.
Næstu vísu, sem við lítum á, má tímasetja til seinni hluta
13. aldar. Það er ekki nema helmingur, en aftur á móti er
með honum einkennilegur texti í óbundnu máli (10. mynd):
a) myttar holla katr haluann holla auþr halluin
annan fo tast hall
b) (a)uanb holmr halluanb
Þarna virðast vera taldir upp fimm misstórir skammtar af
drykkjarföngum, mældir með lagarmálinu bolli. Hver um
sig stendur með orði, sem helzt verður að skilja sem viður-
nefni. Ef allir skammtarnir eru reiknaðir saman, kemur í
ljós, að þetta eru fjórir bollar, en það samsvarar einum aski
(víst um 10,8 lítrar). Þess vegna getur verið, að hér sé skráð,
hvernig einum aski af einhverjum vökva, t. d. öli eða víni,
hefur verið skipt milli fjögurra manna. En trauðla verður
fundið neitt samband milli þess ama og kviðlingsins, sem
ristur er með sömu hendi á keflið:
a) uar kennir uira uitr ugllaþan sitita
b) air nemr optok storom alunns grunntar mik blunnti
Hér hafa einnig verið tvær og tvær línur saman á hlið eins