Skírnir - 01.01.1965, Page 56
46
Aslak Liestel
Skirnir
Slíkt kennir mér
at sofa lítit
marga grímu
ok mjQk vaka,
er bröðir minn
brenna skyldi
kvikr í eldi
me'8 konungs rekkum.
En svipað orðalag og hugmyndir koma reyndar allvíða fyrir
í fornum skáldskap.14)
Enn skal ég tilfæra einn kviðling, þar sem ort er um konu.
Hann er hugtækur, þótt stuttur sé og ég geti ekki gefið full-
nægjandi skýringu á honum:
sisi.si. sissi.snot. uliota
Eins og menn sjá, eru þetta tvær ljóðlínur undir laukréttu
toglagi, ef fyrri línan er lesin eins og hún kemur fyrir. En
ekki veit ég, hvað hún merkir. Það er eins og verið sé að
leika sér að s-um og i-um. En hér eins og oft endranær er
erfitt úr að skera, hvort i-in eru stungin og lesa beri þau
sem e. Að öðru leyti er vafalaust, hvernig lesa skuli. Freist-
andi er að bera þetta saman við kviðling Rögnvalds jarls
kala um konuna, sem datt í brunninn í kalsaveðri, svo að
tennurnar glömruðu í munni hennar af kulda:15)
DúsiS ér, en Ása
—- atatata — /z'ggr í vatni.
Hutututu — hvar skal ek sitja,
heldr er mér kalt, vi8 eldinn?
Sennilega hefur okkar kviðlingur einnig verið slíkt tækifæris-
kvæði. Ef til vill gæti sissi verið stytting úr Cecilia,16) og
þá mætti fá vit í ljóðlínurnar á þennan hátt:
14) T. d. HQfuSlausn (samkv. skýringu Magnusar Olsens í Edda og
Skaldekvad IV, bls. 51 og 57 o. áfr.); Magnús góði 2. lausavísa, Skj. I A,
330; Gísli Súrsson 17, Skj. I A, 104 (sbr. Notationes Norroenœ §356) og
Skírnismál 42.
15) Skj. I A, bls. 57.
16) Ivar Aasen, Norsk Navnebog, Kria 1878, bls. 78.