Skírnir - 01.01.1965, Page 57
Skírnir
Rnnavísur frá Björgvin
47
Sessi! sé Sissi,
snót úljóta.
Þótt kviðlingur þessi sé ekki til hlítar skýrður, eru rún-
irnar með vissu rétt ráðnar, þegar frá er skilið áðurnefnt
atriði varðandi i-in. Hið sama er að segja um síðustu og
yngstu dróttkveðnu vísuna, sem hér verður fengizt við. Rún-
irnar eru allar greinilegar, ristar á tálgað sívalt kefli, sem
minnir á ár í laginu, eins og leikfang, en hrotið um legginn
(12. mynd). Eigandinn, sem sennilega er rúnaristarinn sjálf-
ur, hefur merkt sér keflið á þennan hátt:
Sigurþr lamunda :son :amik
Dróttkveðna vísan er rituð í einni línu og er með sömu hendi
og eigandamarkið. Rúnirnar eru mjög skýrar, jafnt og snot-
urlega ristar. Milli vísuhelminganna er tvöfalt aðskilnaðar-
merki, annars er aðeins forsetningin í afmörkuð með aðskiln-
aðarmerkjum, en rúnirnar að öðru leyti ristar í órofinni röð.
Textanum skiptum við í ljóðlínur á þennan hátt:
sæinterþatersuæinf andynta
silfrberh :i :molduærga
þatsæhirhærmeþharra
hæiþmillz :i :giofræiþa::
hausaerlauhatlöþe
loliry ran da dy rum
þesuitisbiþekþriote
þægnlæiþumguzræiþi
Texti þessi var birtur í Mál og Minne 1962 og fræðimenn
hvattir til að spreyta sig á honum. Aðeins þrjár skýringar
komu,17) og þær eru tiltölulega líkar að því er tekur til efn-
is, þó að nokkur frávik séu um smáatriði, einkum kenning-
arnar. Einn vandinn er sá, að bragvilla er i visunni, eins og
hún er á keflinu, og reyndar á sama stað og í fyrri drótt-
kveðnu vísunni, svo skrýtið sem það er. Hendingar vantar
í fimmtu línu. Til greina kemur þá að sætta sig við villuna
17) Mál og Minne 1964, bls. 93 o. áfr.