Skírnir - 01.01.1965, Page 58
48
Aslak Liest0l
Skirnir
og skýra vísuna eins og hún er. En ákjósanlegast væri að
geta lesið þannig úr, að bragurinn yrði réttur, án þess að
þurfa að gera ráð fyrir mislestri eftir öðru forriti. Því að
engin ástæða er til að gera ráð fyrir hverri uppskriftinni á
fætur annarri, eins og oft er gert um aðrar fomar visur,
sem geymzt hafa í handritum. Hér mundi maður halda, að
skáldið sjálft sé ekki alllangt undan, og Sigurður Ámundason
hefur jafnvel sjálfur getað ort visuna. En þótt svo væri, er
vitanlega engin fjarstæða að gera ráð fyrir einhvers konar
misritun. Það gæti komið til greina vangá við hreinritun
eftir „uppkasti“, og ritvillur geta slæðzt með, þegar upp er
skrifaður nýortur texti eftir minni, eins og við höfum séð
dæmi um áður. Því ber að kanna, hvort til greina komi
sennileg misritun í fimmtu línu í einhverri af þeim þremur
samstöfum, sem borið hafa áherzlu.
Jakob Benediktsson og Ásgeir Bl. Magnússon gerðu sam-
eiginlega eina þeirra skýringartilrauna, sem áður voru nefnd-
ar, og sjálfum lízt mér bezt á þá leiðréttingu, sem þeir leggja
til. Þeir hugsa sér, að ætlunin hafi verið að skrifa hauzsa
(fyrir hauSrs sá) og z og sa hafi verið svo líkt, að sa hafi
gleymzt (ef til vill kynni jafnvel z að hafa verið leiðrétt
í sa). Wolfgang Krause sættir sig við braglýtið og skýrir
vísuna eins og hún kemur fyrir. Aðra leiðréttingartilraun
hafa nokkrir fræðimenn við Stofnun Árna Magnússonar gert
og vilja þeir breyta löþe í lögis. En eins og rúnirnar eru
ristar, er erfitt að renna stoðum undir slíkt og þá um leið
að fallast á þessa leiðréttingu, þó að merkingin í vísuhelm-
ingnum verði ljós og góð.
1 fyrri vísuhelmingi er hægt að velja milli lesháttanna
mql dverga og mold verga. Hér skiptir engu máli, þótt orða-
skil verði í miðri bandrún, því að slíkt er alvanalegt. En
það hefur lítil áhrif á efnið, hvor leshátturinn er valinn.
Vísan fjallar áreiðanlega um eitthvað verðmætt, sem fundizt
hefur. MqI dverga gæti t. d. vel verið gullskenning, en ef
til vill er þó frekar um kristalla að ræða. Það, sem á Islandi
kallast silfurberg (dobbeltspat), finnst varla nokkurs staðar
nema þar, en í Noregi eru ýmsir náttúrlegir kristallar (eink-