Skírnir - 01.01.1965, Side 59
Skírnir Rúnavísur frá Björgvin 49
um kvarts) kallaðir dvergsmie, dvergstein og dvergdrope nú
á dögum. Absalon Pedersön Beyer nefnir silfurberg í dagbók
sinni frá lokum 16. aldar, en með því á hann víst við silfur-
náma í Rygjafylki.
Ég er ekki alls kostar ánægður með neina af þeim þremur
skýringum, sem fram hafa komið, en hins vegar hef ég ekki
upp á neitt betra að bjóða. Of langt yrði að gera grein fyrir
öllum tillögunum, ekki sízt þar sem oft er skeggrætt um
fleiri hugsanlega möguleika. En svo virðist sem verið sé að
tala um eitthvað verðmætt (kristalla, eðalsteina, silfur e.þ.l.),
sem Sveinn dynta hafi þótzt hafa fundið. Konungsmenn eru
sammála um, að hann sé tregur til að láta þetta af hendi.
Líklega er látið liggja að því, að hann hafi logið að kóngi,
og fyrir það telur skáldið hann verðskulda guðs reiði. Sam-
bærileg atvik eru ekki óþekkt annars staðar, og frá þeim er
að nokkru leyti sagt með sömu orðum. í norska þjóðkvæðinu
um Ivar Elíson segir banamaður föður hans:
Det gjerest sá gomol gjeld á greie,
og seint sko du ’a fá,
og Skallagrími eru lögð þessi orð í munn: „Seint þykki mér
þú, Egill, hafa greitt fé þat, er Aðalsteinn konungr sendi
mér“. Hér er þó að sjálfsögðu ekki um neitt bókmenntalegt
samband að ræða.
Ef þessi rúnarista er frá sama tíma eða ekki allmiklu eldri
en lagið, sem hún fannst í, ætti kvæðið að vera frá tíð Magn-
úsar Eiríkssonar. Atvikið ætti þá að hafa gerzt meðal manna
hans, einhverju sinni þegar kóngur var á ferð í Björgvin,
líklega áður en hann varð myndugur.
Hinar fjölmörgu rúnaristur frá Björgvinjarhryggju verða
tilefni margvíslegra heilabrota, sem ég mun ekki hafa mörg
orð um að sinni. 1 þessari grein er aðeins skýrt frá litlum
hluta og einum tilteknum þætti alls efniviðarins. En ég vil
taka fram, að skapazt hefur nýtt viðhorf um hagnýta notk-
un rúna í Noregi á hámiðöldum. Svo er að sjá sem þekking
á rúnum og notkun þeirra hafi verið almenn og það að öll-
um líkindum meðal allra þjóðfélagsstétta.
4