Skírnir - 01.01.1965, Page 60
50
Aslak Liestol
Skírnir
Við hljótum að álykta, að langflestar risturnar séu verk
norskra manna. Reyndar voru alltaf margir ferðamenn í
Björgvin, og margir settust þar að um lengri eða skemmri
tíma. Þannig bjó Haukur Erlendsson um hríð hinum megin
við Voginn, andspænis Bryggjunni, og fleiri fslendingar hafa
verið hér búsettir. Einstakar ristur má með nokkurn veginn
öruggri vissu eigna aðkomumönnum, t. d. bæði Gotlendingi
og íslendingi. Og fleiri ristur gætu verið verk fslendinga eða
annarra vestan að kominna manna, en ég held, að ógern-
ingur sé að flokka risturnar eftir þjóðemi, ef ekki koma til
málseinkenni eða önnur atriði, sem taka af allan vafa.
Við vissum áður, að kvæði voru rituð með rúnum, svo að
það er í sjálfu sér ekkert nýtt. En það er margbreytileikinn
á þessu sviði, sem er nýr, og reyndar líka magnið, en síðast
en ekki sízt, hve dæmin um stuðlaðan kveðskap ná yfir
langan tíma. Áður var talið, að slikur skáldskapur hefði lið-
ið undir lok í Noregi á 13. öld. En nú verður að endurskoða
þetta. Yngsta norsk vísa undir dróttkveðnum hætti, sem við
þekktum áður, var frá 1194, áðurnefnd vísa Haralds grenska
í Vinje-kirkju. Síðasta fornyrðislagsvísan var skrifuð á rúna-
kefli, sem skilið hefur verið eftir í Árdalskirkju. Torveldara
er að tímasetja það, en líklega er það frá 13. öld. Eftir að
Björgvinjarristurnar em komnar fram, verður að færa tíma-
takmark stuðlaskáldskapar í Noregi hundrað ár fram á við.
Höfðingjakvæðin, sem voru íslenzk sérgrein, komust úr tízku
nær lokum 13. aldar, en það hefur ekki verið af því, að
kvæðin væru orðin óskiljanleg norskum höfðingjum og mönn-
um þeirra. Mál og hættir skáldanna hafa sýnilega lifað enn
um sinn, einnig meðal kóngsins manna. En tímamótanna
var þó ekki langt að bíða, enda er greinilegt, að jafnvel á
Islandi hefur slaknað á skilningi manna á kvæðum skáld-
anna þegar á 14. öld, eins og handritin bera greinilega með
sér. Fram eftir síðmiðöldum eimir eftir af hinum gamla
þjóðlega arfi kvæða með stuðlasetningu, og sitthvað bendir
til góðrar erfðageymdar, en síðan bregðast heimildirnar.
Eftir því sem líður á 14. öld, strjálast rúnaristurnar á Bryggj-
unni. Skýringin er að nokkru leyti sú, að srnátt og smátt