Skírnir - 01.01.1965, Page 62
HERMANN PÁLSSON:
UPPHAF íSLANDSBYGGÐAR.
I fornum annálum er einungis getið tveggja íslenzkra at-
burða á níundu öld: komu Ingólfs til landsins og upphafs
IslandsbyggSar. Komu Ingólfs árið 870 er minnzt í Þingeyra-
annál, Skálholtsannál og Gottskálksannál, en í Víðidalstungu-
annál er atburðarins getið við árið 871 (1). Allar þessar
tímasetningar eiga rætur sínar að rekja til frumgerðar Þing-
eyraannáls, og frávik annálsins í Víðidalstungu skiptir oss
litlu máli, því að höfundur hans, síra Magnús Þórhallsson,
hefur oft hnikað atburðum til um eitt ár, án þess að til þess
liggi neinar augljósar ástæður. Slík frávik eru eitt af ein-
kennum annálsins, en að öðru leyti fræða þau oss ekkert um
íslenzkt tímatal að fornu.
Miklu eftirtektarverðari er tímasetning í öðrum húnvetnsk-
um annál frá fjórtándu öld. Samkvæmt annál síra Einars
Hafliðasonar á Breiðabólstað í Vesturhópi varð „Islandsför
Ingólfs landnámsmanns“ árið 867. Öhugsandi má teljast, að
síra Einari hafi verið tiltæk nein annálsheimild, sem hefði
slíka tímasetningu, en þó er enn varðveitt eitt rit, sem hlítir
sömu ákvörðun um komu Ingólfs og Breiðabólstaðarannáll.
Það er Haukdæla þáttur, en að tali hans höfðu 250 vetur
liðið frá því að Ingólfur landnámsmaSur kom til Islands og
þangað til Gizur biskup Isleifsson féll frá árið 1118. Sam-
kvæmt þættinum ætti Ingólfur að vísu að hafa komið til
landsins árið 868, en hér er auðsæilega um sams konar tíma-
tal að ræða, þótt skeiki um eitt ár. Nú er það alkunna, að
Haukdæla þáttur styðst mjög við Ara fróða, og virðist senni-
legt, að tímasetning þessi stafi af misskilningi á ummælum
Ara. Ég mun brátt víkja að frásögn Ara af komu Ingólfs og