Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 64
54
Hermann Pálsson
Skírnir
annáls, eins og þegar var bent á. En hvernig ber að skýra
þetta misræmi? Ég fæ ekki betur séð en að sennilegasta skýr-
ingin sé sú, að frumgerð Þingeyraannáls hafi einnig haft ár-
talið 874, en síðan hafi ártal hnikazt við, þegar ný eintök
voru gerð af annálnum. Að minnsta kosti virðist einhlítt,
að Skálholtsannáll hefur haft Þingeyraannál að fyrirmynd
um Islandskomu Ingólfs (sem er ekki getið í vestlenzku ann-
álunum) og upphaf landsbyggðar. Um síðara atburðinn er
það athyglisvert, að um hann er notað tvenns konar orðalag
í annálum. Vestlenzku annálarnir og annállinn frá Breiða-
bólstað nefna einungis „Upphaf Islandsbyggðar“, þar sem
Þingeyraannáll og Skálholtsannáll geta báðir um „Upphaf
Islandsbyggðar Ingólfs“, þótt þeim hins vegar beri á milli
um ártalið. Eiga þessar tvær annálagerðir því samstöðu um
orðalag, og sennilegt er, að ártalið hafi upphaflega verið hið
sama. Hins vegar er einsætt, að tímasetningin 875 hefur
verið fyrir hendi í Þingeyraannál, er Gottskálksannáll sótti
efnið þangað.
Áður en vikið sé að tímatali Ara í Islendingabók, þykir
mér rétt að geta tveggja sagnarita, sem miða við upphaf
Islandsbyggðar. I Kristni sögu segir, að þeir Friðrekur biskup
og Þorvaldur víðförli hafi komið til landsins „sumar þat, er
landit hafði byggt verit [tíu tigi] vetra ok VII vetr.“ (2)
Nú ber annálum saman um, að þeir Friðrekur hafi komið
til Islands árið 881, og kemur þetta þá heim við það, að
byggð landsins hafi hafizt árið 874. Sturla Þórðarson kemst
svo að orði í Landnámabók sinni, að sumar það, „er þeir
Ingólfr fóru til at byggja ísland, hafði Haraldr hárfagri ver-
it tólf ár konungr at Noregi. Þá var liðit frá upphafi þessa
heims þrjár þúsundir vetra ok sjgtíu ok þrír vetr, en frá
holdgan drottins 874 ár.“ Hér er útkoma Ingólfs miðuð við
ríkisstjórnarár Haralds, og auðsætt er, að Sturla hefur farið
eftir tímatali vestlenzkra annála, sem töldu, að Haraldur
kæmi til ríkis árið 862. 1 Þingeyraannál er annað tímatal
um atburði í ævi Haralds hárfagra, og mun sá annáll yfir-
leitt fara nákvæmlega eftir upprunalegu tímatali Ara. Hins
vegar hefur snemma slæðzt villa inn í tímatal vestlenzku