Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 65
Skirnir
Upphaf Islandsbyggðar
55
annálanna, og mun sú skekkja stafa af rangri ályktun eða
mistúlkun á orðum Ara fróða. (3)
Séu annálar bornir saman við frásögn Ara í Islendingabók
af Islandsför Ingólfs og upphafi landsbyggðar, kemur brátt
í ljós, að Þingeyraannáll (og Skálholtsannáll) eru miklu
skyldari riti Ara en vestlenzku annálarnir. I Þingeyraannál
og Islendingabók er miðað við ártalið 870, sem vantar í vest-
lenzku annálana, og fyrrnefndu ritin hafa tvö ártöl (870 og
874), þar sem þau síðarnefndu hafa einungis eitt (874). Og
þegar annálarnir eru bomir gaumgæfilega saman við íslend-
ingabók, verður augljóst, að tímatal Þingeyraannáls um ævi
Haralds hárfagra er hið sama og hjá Ara, en vestlenzku ann-
álarnir hafa vikið nokkuð frá tímatali hans. Ævi Haralds
er mikilvæg í þessu sambandi, þar sem Ari miðar við hana
í bók sinni.
Islendingabók hefst með svofelldri grein: „Island byggðisk
fyrst ór Norvegi á dpgum Haralds ens hárfagra Halfdanar
sonar ens svarta í þann tíð (at ætlun ok tplu þeira Teits
fóstra míns, þess manns es ek kunna spakastan, sonar Is-
leifs biskups, ok Þórkels ÍQðurbróður míns Gellissonar, es
langt munði fram, ok ÞuríSar Snorradóttur goða, es bæði
var margspok ok óljúgfróð), es Ivarr Ragnarsson loðbrókar
lét drepa Eadmund enn helga Englakonung. En þat vas 870
vetra eptir burð Krists, at því es ritit es í sQgu hans. Ingólfr
hét maðr norrœnn, es sannliga es sagt, at fœri fyrst þaðan
til Islands, þá es Haraldr enn hárfagri vas xvi vetra gamall,
en í annat sinn fgm vetrum síðar.“
Hér er upphaf landnáms miðað við tvennt. I fyrsta lagi
við almennt tímatal (870) og hins vegar við aldur Haralds
hárfagra. En orð Ara virðast auk þess í fljótu bragði vera
tvíræð, þar sem ekki er augljóst, hvort fyrri eða síðari för
Ingólfs varð 870. Eins og þegar er drepið á, þá beitir Þing-
eyraannáll tveimur ártölum, og samkvæmt honum verður
fyrri för Ingóifs árið 870, en á hinn bóginn ber öllum ann-
álum saman um, að landnám hafi hafizt hér fjórum (eða
fimm) árum síðar. Orðalagið í Islendingabók verður ekki
skýrt nema athuguð séu gaumgæfilega önnur tímaákvæði í