Skírnir - 01.01.1965, Síða 67
Skirnir
Upphaf fslandsbyggðar
57
ildanna er hlítt. Um ríkisstjórnarár Haralds er fullt sam-
ræmi með Þingeyraannál og fslendingabók. Bæði ritin telja
Harald hafa ríkt um sjötíu ára skeið, og annállinn ársetur
þetta 858—928. Og sé leiðrétting mín (xxi í stað xvi) tekin
til greina, fer Ingólfur til íslands um 869, þegar Haraldur
er 21 vetrar gamall. Ártalið 870 getur stafað af því, að mið-
að er við dánarár Játmundar, enda segir Ari sjálfur, að fs-
land hyggðist í þann tíS, sem Játmundur var drepinn.
Um þá tímaákvörðun íslendingahókar, að Ingólfur færi
til fslands, þegar Haraldur væri 21 árs að aldri (ef tilgáta
mín er rétt), þykir mér skylt að gera aðra athugasemd. Eins
og ég hef bent á fyrir alllöngu, þá munu ummæli Ara um
Játmund helga að öllum líkindum eiga rætur sínar að rekja
til fornensku þýðingarinnar á Passio Eadmundi, en í þeirri
heimild er tekið fram, að ívar (Hinguar) kæmi til Austur-
önguls á því ári, sem Elfráður öðlingur varð tuttugu og eins
árs gamall, sá sem síðar varð ágætur konungur yfir Wes-
sex. (5) Það væri undarleg tilviljun, ef Ari hefur ekki orð-
ið fyrir áhrifum frá þessari tímaákvörðun. Bæði í hinni
ensku gerð Píningarsögunnar og íslendingabók er getið at-
burðar, sem varð árið 870: dauða Játmundar helga. Ari heit-
ir auk þess athurði þessum í því skyni að tímasetja fslands-
för Ingólfs. Nú hafði hin enska fyrirmynd Ara miðað við
aldur ensks konungs, sem er tuttugu og eins árs gamall, og
sé tilgáta mín rétt, þá hefur Ari einnig notað nákvæmlega
sams konar tímaákvörðun, auk þess sem hann miðar við
dráp Játmundar. Eftir þessu að dæma hefur Ari fróði talið
þá Harald og Elfráð jafnaldra. (6)
Nú má hyggja aftur að orðum Ara um tvær fslandsferðir
Ingólfs. Sumir hafa skilið orð hans á þá lund, að síðari för-
in hafi verið farin árið 870 og hin nokkrum misserum fyrr,
eða um það bil 867—68. (7) Sú ályktun byggist á því, að
Haraldur hárfagri hafi verið talinn vera sextán ára að aldri,
þegar Ingólfur fer til fslands, og á hinn bóginn hefur verið
gert ráð fyrir því, að tímatal vestlenzku annálanna sé örugg-
ara en tímatal Þingeyraannáls, en samkvæmt vestlenzku
annálunum er Haraldur fæddur árið 852. Nú getur enginn