Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 68
58
Hermann Pálsson
Skímir
va£i leikið á því, að heimild Þingeyraannáls um tímatal sögu-
aldar er einmitt runnin frá Ara fróða, og í rauninni er örð-
ugt að komast hjá þeirri tilgátu, að Ari sjálfur liafi samið
annál eða áþekkt tímatalsrit. Mun og sennilegast, að ártölin
870 og 874 séu runnin frá Ara sjálfum, en hins vegar er
tímatali vestlenzku annálanna lítt treystandi, þar sem þau
brjóta í bága við Þingeyraannál, nema önnur rök komi þeim
til stuðnings. Vér getum borið greinarnar tvær í Þingeyra-
annál saman við ummæli Islendingabókar. „Ingolfr Arnar-
son kom til íslands“ samsvarar setningunni: „Ingolfr hét
maðr norrœnn, es sannliga es sagt, at fœri fyrst þaðan til
Islands, þá es Haraldr enn hárfagri vas xvi vetra (les: xxi
vetrar) gamall.“ Og upphaf IslandsbyggSar Ingólfs í ann-
álnum minna á orðalag íslendingabókar, að Ingólfur færi
annað sinn til íslands fám árum síðar og byggSi suður í
Reykjavik. I rauninni er það næsta eðlilegt, að Ari miðaði
við fyrri íslandsför Ingólfs, þótt með henni hæfist sjálft
landnámið ekki. I augum hans hlaut hún að marka mikil-
væg tímamót í sögu vorri, en á hinn bóginn hefur honum
einnig þótt sjálfsagt að minnast þess, að raunverulegt land-
nám Ingólfs hæfist nokknnn vetrum síðar. Um þá tímatals-
ákvörðun Þingeyraannáls (og Ara), að Ingólfur hæfi byggð
sína árið 874 eru útlendar heimildir til stuðnings. Fyrir all-
mörgum árum vakti Barði Guðmundsson athygli á því, að
frásögn Landnámu af jarðhússgöngu Hjörleifs á írlandi
kæmi heim við frásagnir írskra annála af jarðhúsaránum
norrænna manna þar árið 874, en samkvæmt Landnámu fór
Hjörleifur með Ingólfi þegar til Islands samsumars. (8)
Fyrir þeirri tímasetningu, að ísland hafi fyrst byggzt úr
Noregi um 870, ber Ari fróði þrjá heimildarmenn, þau Teit
Isleifsson i Haukadal (d. 1111), Þorkel Gellisson á Helga-
felli og Þuríði Snorradóttur frá Sælingsdalstungu, sem að
öllum líkindum mun hafa átt heima á Eyri í Eyrarsveit (d.
1112). Eins og oft hefur verið bent á, þá röktu allir þessir
heimildarmenn og auk þess Ari sjálfur ættir sínar til Ját-
mundar nokkurs, sem í sumum heimildum er talinn vera
Játmundur hinn helgi Englakonungur. Ástæðulaust er að