Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 69
Skírnir
Upphaf fslandsbyggðar
59
draga í efa, að ættfærsla þessi mun eiga drjúgan þátt í því,
hve lengi minningin um þetta dráp virðist hafa varðveitzt
hérlendis. Að vísu er ættrakningin frá Játmundi til þeirra
Þuríðar og Þorkels engan veginn örugg eða einhlít, en um
Teit Isleifsson gegnir öðru máli. Hann var sjöundi maður
frá Játmundi, og auk þess er ástæða til að ætla, að minn-
ingin um landnám Ingólfs kunni að hafa varðveitzt með
forfeðrum Teits. Er því rétt að hyggja að ætt hans nánar.
Þórður skeggi, forfaðir Teits, átti Vilborgu, dótturdóttur
Játmundar. I Landnámu segir, að Þórður byggi um tíu ára
skeið eða lengur austur í Lóni, en síðan flyzt hann vestur
„með allt sitt ok nam land at raSi Ingólfs millim tJlfarsár
ok Leiruvágsár ok bjó síðan á SkeggjastQðum“. Lönd sín í
Lóni seldi hann Úlfljóti, sem síðar fór til Noregs að sækja
landinu lög. Dóttir Þórðar skeggja var Helga, sem giftist Ket-
ilbimi gamla, og bjuggu þau á Mosfelli í Grímsnesi. Land-
náma tekur fram, að Ketilbjörn hafi dvalizt einn vetur með
Þórði tengdaföður sínum á Skeggjastöðum, áður en liann fór
að leita sér landa austur yfir heiði. Vel má hugsa sér, að
það séu einmitt þessi fornu tengsl milli Mosfellinga og land-
náms Ingólfs, sem séu ein ástæðan fyrir því, að minningin
um upphaf landsbyggðar hefur varðveitzt með forfeðmm
Teits Isleifssonar. Þegar Þórður skeggi sezt að í Mosfells-
sveit í næsta nágrenni Reykjavíkur, er Ingólfur enn á lífi,
og ef til vill hefur Helga Þórðardóttir, sem síðar varð hús-
freyja á Mosfelli í Grímsnesi, munað Ingólf. En milli Helgu
Þórðardóttur og Teits Isleifssonar eru ekki fleiri ættliðir en
svo, að hún var langamma Isleifs biskups, föður Teits í
Haukadal.
Þegar litið er á forfeður Þuríðar Snorradóttur, kemur brátt
í ljós, að miklu rækilegra og samfelldara tímatal er vitað um
þá en nokkra aðra ætt íslenzka að fornu. (9) Þetta verður
skýrara, þegar athuguð er ætt Þuríðar um karllegg aftur til
landnámsmanna. Faðir Þuríðar, Snorri goði, andaðist árið
1031 og fæðist árið 963, og auk þess eru ýmsir aðrir at-
burðir í ævi hans timasettir. Faðir Snorra fæddist árið 938
og andaðist 963, enu afi Snorra og langafi Þuríðar fæddist