Skírnir - 01.01.1965, Síða 70
60
Hermann Pálsson
Skírnir
913 og andaðist 938, en langafi Snorra, landnámsmaður-
inn Þórólfur Mostrarskegg, andaðist árið 918. Öll þessi
ártöl koma fyrir í Þingeyraannál og sum þeirra í öðrum
heimildum, og munu þau vera komin frá Þuríði Snorra-
dóttur, sem fræddi Ara á þeim. Nú hagar svo til, að í Eyr-
hvggju segir um Þórólf Mostrarskegg, að hann hafi komið
til Islands tíu árum eftir Islandsför Ingólfs. Lítum á frásögn
sögunnar nánar. Samkvæmt henni siglir Björn austræni frá
Noregi vestur um haf sama vorið og Þórólfur er gerður út-
lagi. „Þat var tíu vetrum síðar en Ingólfr Amarson hafði
farit at byggja Island, ok var sú ferð allfræg orðin, því at
þeir menn, er kómu af Islandi, sogðu þar góða landskosti.“
Sama árið (884) heldur Þórólfur til Islands, og tveim vetr-
um síðar fer Bjöm austræni að nema land. Heimild Eyr-
byggju hefur vafalítið verið tímatalsrit eftir Ara fróða og
heimildarkona hans engin önnur en Þuríður Snorradóttir.
Það styrkir ekki sízt traustleika þessarar arfsagnar, að rak-
inn er samfelldur ferill karlleggsins aftur til landnáms.
Ástæðulaust er að efast um þá ákvörðun, að Þórólfur Mostr-
arskegg hafi komið til Islands þetta ár. Þótt Þuríður Snorra-
dóttir kynni af skiljanlegum ástæðum ekki ýkjamikið í tíma-
talsfræði og fornum ártölum, þá var Ara fróða auðvelt að
komast að þessari tímasetningu með einföldum reikningi.
Þuríður hefur kunnað skil á því, hve gamall faðir hennar
var, er hann lézt, og hve gömul hún var þá sjálf. Og einnig
hefur hún getað sagt Ara eftir sögn föður síns eða annarra
fróðra manna, hve gamlir urðu faðir Snorra og afi og hvenær
langafi Snorra (Þórólfur Mostrarskegg) féll frá miðað við ald-
ur sonar hans. Að lokum var langminnugum og margspökum
mönnum ekki ofætlan að vita, hve lengi Þórólfur hjó á Is-
landi fyrir fráfall sitt. Þá er það engan veginn ósennilegt,
að arfsögnin hafi geymt þá vitneskju, að útkoma Þórólfs hafi
orðið tíu vetrum síðar en upphaf Islandshyggðar Ingólfs. Það
hlaut einmitt að auðvelda Ara tímasetninguna, að annars
vegar gat hann með einföldum reikningi komizt eftir út-
komuári Ingólfs, þar sem Þuríður leggur honum til aldur
forfeðra sinna, árafjölda Þórólfs Mostrarskeggs á íslandi og