Skírnir - 01.01.1965, Page 71
Skírnir
Upphaf Islandsbyggðar
61
bilið milli útkomuára Þórólfs og Ingólfs, og á hinn bóginn
er forn arfsögn Mosfellinga, að Ingólfur hafi komið hingað
um það leyti, sem Játmundur var drepinn. Af útlendum rit-
um gat Ari síðan vitað nákvæmlega, hvenær Játmundur var
myrtur, og gat hann naumast kosið á öruggari sönnunar-
gögn fyrir útkomuári Ingólfs til íslands.
Auk Ingólfs eru einungis þrír landnámsmenn, sem svo
hagar til um, að fornar heimildir geti þess, hvenær þeir komu
hingað til að setjast að. Ég hef þegar minnzt á Þórólf Mostr-
arskegg, en eins og sést af frásögn Eyrbyggju, þá kemur
Björn austræni til landsins árið 886, eða tveim árum síðar
en Þórólfur. 1 þessu sambandi er vert að minnast þess, að
þeir Ari fróði og Þorkell Gellisson, heimildarmaður hans,
voru báðir komnir af Birni austræna. Styrkir þetta enn hið
forna tímatal Ara. Þriðji landnámsmaðurinn, sem heimildir
geta sérstaklega um, hvenær komið hafi til landsins, var
Þorbjörn súr, langafi Þuríðar Snorradóttur, sem settist hér
að árið 952 að tali annála. Má telja það næsta sennilegt, eins
og Barði Guðmundsson hefur rökstutt svo rækilega, að ár-
töl þessi og ýmis önnur frá söguöld séu runnin frá Þuríði
Snorradóttur, sem kennt hefur Ara fróða. En um arfsögn þá,
sem getið var hér að framan, að Björn austræni kæmi til
landsins árið 886, ber þess að geta, að Þorkell Gellisson var
sjálfur ekki einungis manna fróðastur, heldur voru einnig
spakir menn í ættinni milli hans og Bjarnar austræna, svo
sem Ósvífur Helgason.
Ef vér lítum á ættliðafjöldann frá landnámsmönnum og
til heimildarmanna Ara fróða, þá þarf oss ekki að undra,
þótt ýmiss konar vitneskja frá upphafi landsbyggðar hafi
getað varðveitzt örugglega með sannfróðum og glöggum
mönnum allt fram á tólftu öld. Teitur Isleifsson var fjórði
maður frá Helgu Þórðardóttur skeggja, og Þuríður Snorra-
dóttir var fjórði liður frá Þórólfi Mostrarskegg landnáms-
manni. Faðir Þuríðar var fæddur árið 963, eða um það bil
níu áratugum eftir Islandsbyggð Ingólfs. Lengst átti Þorkell
að rekja aftur til landnámsmanna af heimildarmönnum Ara
fróða, því að Þorkell var sjötti maður frá Birni austræna.