Skírnir - 01.01.1965, Síða 73
Skirnir
Upphaf íslandsbyggðar
63
lengi og náð svo háum aldri, að hann lætur af völdum fyrir
elli sakir. Nú hafði Oddur Kolsson sérstakar ástæður til að
vita eitthvað um Harald hárfagra, auk þess sem Þorgeir af-
ráðskollur hefur frætt hann úti í Noregi um Harald og eftir-
menn hans á konungsstóli þar. Svo hagar til, að Oddur var
kominn af Hrollaugi Rögnvaldssyni landnámsmanni, sem var
skjólstæðingur Haralds hárfagra. 1 Landnámu segir svo um
Hrollaug: „Hann var hgfðingi mikill ok helt vingan við Har-
ald konung, en fór aldri utan. Haraldr konungr sendi Hrol-
laugi sverð ok olhorn ok gullhring, þann er vó fimm aura.
Sverð þat átti síSar Kolr, sonr SíSu-Halls. En Kolskeggr inn
fróði hafði sét hornit.“ f Þórðarbók er tekið fram, að Har-
aldur hafi sent Hrollaugi þessa gripi á deyjanda degi, og er
þá hugsanlegt, að Oddur Kolsson hafi getað borið þann at-
burð saman við aðra viðburði til tímasetningar. Samkvæmt
tímatali íslendingabókar og Þingeyraannáls hefði Haraldur
átt að senda Hrollaugi þessa gripi árið 931 eða þar um bil,
en þegar tæp öld er liðin, er sverðið komið í eigu Kols Halls-
sonar, sem var faðir Odds, heimildarmanns Ara fróða. Ég
hef talið rétt að minna á gjöf Haralds í því skyni að sýna
fram á tengslin við Noreg, en þetta atriði, þótt smávægilegt
kunni að þykja, verður tímatali Ara enn til styrktar.
TILVITNANIR.
(1) Um gerðir annála og innhyrðis afstöðu þeirra má benda á bók mína
Eftir þjóSveldiS (1965) og rit þau, sem þar er vitnað til.
(2) Kristni saga (1905), 2. bls. Orðin irman hornklofa eru ekki í hand-
riti sögunnar, en Guðbrandur Vigfússon hefur svo fyllt í eyðuna,
og getur enginn vafi leikið á því, að svo hefur staðið í frumriti.
(3) Fœðingarárið hefur að öllum líkindum fengizt með því að draga 80
(þar sem Ari telur Harald hafa orðið áttræðan) frá dánarárinu í
Islendingabók 931/2. Um frávik vestlenzku annálanna frá timatali
Ara er ekki unnt að ræða til hlítar nema í löngu méli, og verður
slíkt ekki gert hér.
(4) Þess má geta hér, að i Noregskonungatali, sem studdist við tímatal
Sæmundar fróða, er Haraldur hárfagri talinn hafa ríkt um 73 ár.
Þetta brýtur ekki í bága við íslendingabók og Þingeyraannál, ef
ríkisstjórnarár Haralds eru talin frá veldistöku (858) til dánardags
(931), en í riti Ara og annálnum er auðsæilega gert ráð fyrir því,
að Haraldur gegndi ekki konungsstörfum síðustu þrjú ár ævinnar.