Skírnir - 01.01.1965, Page 75
BJARNI GUÐNASON:
ÞANKAR UM SIÐFRÆÐI íSLENDINGA-
SAGNA.
I
Aldarháttur séra Hallgríms Péturssonar er ekki bezta ver-
aldlega kvæði hans. Það er ort undir hljómmiklu heksametri,
en er svo kirfilega hlaðið fornu skáldskaparmáli og rími,
svo og nafnorðum til bragfyllingar, að merking á í vök að
verjast. En Aldarháttur er engu að síður í tölu eftirminni-
legustu ljóða séra Hallgríms. Því veldur meistaraleg leikni
í meðferð máls og bragfimi, en ekki sízt sjálft viðfangsefnið.
Uppistaða kvæðisins er samlíking íslenzkrar sögualdar við
samtímann, og er söguöldin hafin til skýjanna, en samtím-
inn ataður auri. Skáldinu svíður sárt, að listir og mannkostir
hafa þorrið frá því sem áður var; menn sitja tvistir í bú-
sorgarhnauki, halda sér heima við fletin, en sigla ekki um
bláröstu kalda; þeir ala hrafn á orðum (en ekki á náum),
og hræðslan kvelur þá, ef þeir hafa kokkshnifa grélur í hönd-
um. Skáldið vill vinna bug á þessu dáðleysi með því að benda
á karlmennsku fornkappa, svo og víkingaferðir og vígaferli.
Á einum stað segir svo í kvæðinu:
Ösæmdir biðu,
þeir ofríki liðu
og ekki sín hefndu.
Djarfir fram riðu
í dyn Sköglar hviðu
og drengskapinn efndu (5. vísa).
Þetta verður skilið svo, að þeir, sem þoldu ofríki og hefndu
sín ekki, unnu sér til ósæmdar. En þeir, sem gættu sóma síns,
riðu djarfir fram í orrustugnýinn. Skáldið er hressilega her-
skátt, en meira er um það vert, að það aðhyllist hér sæmdar-
5