Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 77
Sklrnir
Þankar um siðfræði Islendingasagna
67
inn að láta af þeim munaði. Höfundur Hrafnkötlu mætti
vel vera klerkur, þótt lítið kunni að fara fyrir kristinni siða-
speki í henni. Aldarháttur séra Hallgríms er firnagóð ábend-
ing til fræðimanna að fara að með gát í þessu efni.
II
Fornaldardýrkun bregður viða fyrir í íslenzkum bók-
menntum, og ber þrjú skeið hæst: sagnaritun 13. aldar, forn-
fræðistefnu 17. aldar og rómantík 19. aldar. Þetta eru ang-
ar heimsmenningarinnar, en hver með sínu sniði og blæ.
Aldarháttur séra Hallgríms verður því að nokkru skýrður
með tíðarandanum, en grundvöllurinn er bókmenntaarfur
þjóðarinnar, fornsögur, kvæði og rímur, sem voru andlegt
viðurværi hennar öldum saman og varðveittu með henni
fornan anda og hugsunarhátt. Hafa Islendingar þurft lítillar
brýningar við. Þessu var svipað farið um sagnaritara 13. ald-
ar, en þeir höfðu þó mun betri aðstöðu til að koma heiðn-
urn hugmyndum til skila í verkum sínum en Passíusálma-
skáldið, þar eð skemmra var frá söguöld liðið. Fornkappar
hafa verið ofarlega í hugum 13. aldar manna. Afbragðsgott
dæmi er draumur Egils Halldórssonar nær 1205, er Snorri
Sturluson hugðist fara á brott frá Borg og taka við Reyk-
holti. Orðrétt segir í Sturlungu:
Maðr hét Egill Halldórsson. Hann var af Mýramanna
langfeðgum. Hann var heimamaðr Snorra, þá er hann
var í þessum ráðbrotum. Egil dreymði, at Egill Skalla-
Grímsson kæmi at honum, ok var mjök ófrýnligr. Hann
mælti: „Ætlar Snorri, frændi várr, í brott heðan?“
„Þat er mælt,“ segir Egill. „Brott ætlar hann, ok þat
gerir hann illa,“ segir draummaðrinn, „því at lítt hafa
menn setit yfir hlut várum Mýramanna, þá er oss tímg-
aðist, ok þurfti hann eigi ofsjónum yfir þessu landi at
sjá. Egill kvað vísu:
Seggr sparir sverði at höggva,
snjóhvítt es blóð líta,
skæruöld getum skýra,