Skírnir - 01.01.1965, Síða 78
68
Bjarni Guðnason
Skirnir
skarpr brandr fekk mér landa,
skarpr brandr fekk mér landa.
Ok sneri þá í brott. En Egill vaknar. (Sturl. (1946) I,
241-2).
Eins og bent hefur verið á, munu orð draummannsins vera
hugsanir Egils Halldórssonar, sem lifir og hrærist í sögu ætt-
ar sinnar. Hetja hans og fyrirmynd er Egill Skallagrímsson,
sem lét ekki sitja yfir hlut sínum og fékk sér lönd með skörp-
um brandi. Með þessum orðum er líklega vegið að geðleysi
Snorra.1) Gera verður ráð fyrir, að Egill Halldórsson hafi
kunnað kvæði nafna síns og frásagnir af honum, sem hafa
blásið honum i brjóst hetjuanda og heiðinni lífsskoðun.
Tvö önnur talandi dæmi um, að menn lifi i fortíðinni, má
tilfæra úr Sturlungu. Greint er frá atviki úr bardaganum
á Breiðabólstað 1221, er Loftur biskupsson felldi Björn Þor-
valdsson, á þessa lund:
Björn spretti frá sér panzaranum, er honum var orðit
heitt. En er hann kom aftr, sáu þeir Guðlaugr, at hann
var berr um hálsinn. Hljóp Guðlaugr fram ok lagði til
Bjarnar með spjóti því, er þeir kölluðu Grásíðu ok sögðu
átt hafa Gísla Súrsson. Lagit kom í óstinn, ok snerist
Björn upp at kirkjunni ok settist niðr.
Guðlaugr gekk til Lofts ok sagði honum, at Björn var
sárr orðinn.
Loftr spyrr, hverr því olli.
„Vit Grásíða,“ svarar hann. (Sturl. I, 282).
1 Gísla sögu Súrssonar vegur Gísli Þorgrím, mág sinn, með
Grásíðu. Sturla Þórðarson, höfundur ofangreindrar klausu úr
Islendingasögu, hefur þekkt sögu Gísla, en það breytir litlu.
Gísli og spjót hans hafa verið jafnhugstæð mönnum Lofts
fyrir það — svo framarlega sem frásögnin er ekki uppspuni
Sturlu.
Hitt dæmið er ekki síðra og er sótt í drauma Jóreiðar í
x) Sjá Sigurður Nordal: Snorri Sturluson, 57-58. —• Ólafur Lárusson:
Ætt Egils Halldórssonar og Egils saga. Studia Islandica. Islenzk fræði
II, 4—6.