Skírnir - 01.01.1965, Síða 79
Skírnir
Þankar um siðfræði íslendingasagna
69
Miðjumdal. Sama draumkonan vitrast henni þrisvar, og frá
þriðja draumnum segir fslendingasaga m. a. svo:
Enn dreymdi Jóreiði, at þessi kona kom at henni. Hon
var þá í bláum klæðum, ok sýndist henni konan mikil-
úðlig. Hon reið þá enn gráum hesti.
Hon mælti þetta: „Hví spurðir þú mik engis ok eigi
at nafni?“
Mærin svarar: „Mér er ótti at þér, en þó vil ek nú
vita, hver þú ert eða hvat þú heitir.“
Hon segir: „Ek heiti Guðrún Gjúkadóttir.“
„Hví fara heiðnir menn hér?“ kvað mærin.
„Engu skal þik þat skipta,“ segir hon, „hvárt ek em
kristin eða heiðin, en vinr em ek vinar míns.“ (Sturl.
I, 521).
Guðrún Gjúkadóttir er á bandi Gizurar Þorvaldssonar —
hún er vinur vinar síns — og hallmælir andstæðingum hans.
Hún túlkar skoðanir Sunnlendinga. Það valt á mikln að velja
réttan fyrirsvarsmann í draumum sínum. Þannig vitraðist
Ólafur helgi Sverri presti til að fordæma óvini hans. Það má
fara nærri um, að Jóreiður í Miðjumdal hefur drukkið í sig
með móðurmjólkinni kvæði og sögur um Guðrúnu Gjúka-
dóttur og hún orðið henni svo hugleikin, að hún varð sjálf-
kjörinn málsvari réttlætisins.
Hinn þróttmikli bókmenntaarfur fslendinga, sögur og hetju-
kvæði og dróttkvæði, sem gekk í munnmælum fram á 13. öld,
hefur stuðlað mjög að varðveizlu heiðinna siðgæðisskoðana.
Þetta segir að sjálfsögðu berlega til sín í íslenzkum hók-
menntum. Hinn heiðni arfur birtist á ýmsa lund. Skemmti-
legt dæmi er Sólarljóð, sem mega vera ort um eða eftir 1200.
Höfundur þessa andheita kristilega lærdómskvæðis hefur ver-
ið vel að sér í Eddukvæðum og kunnað Hávamál að meira
eða minna leyti utan bókar, enda þegið frá þeim bragarhátt,
stíl og byggingu. Má þá fara nærri um almenn áhrif Háva-
mála og gildi fyrir þá sagnaritara, er sömdu sögur forfeðra
sinna, enda bregður víða fyrir í íslendingasögum hugsun og
máli, sem virðast eiga rætur að rekja til heiðinnar lífsspeki
Hávamála eða vera í ætt við þau.