Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 80
70
Bjarni Guðnason
Skírnir
Enda þótt Egill Halldórsson hafi leitað sér afþreyingar
eða fróunar frá gráum hversdagsleika með því að einblína
á atgervi og gerðir forföður síns, Egils Skallagrímssonar, og
anda að sér heiðnu andrúmslofti, hefur hann án efa verið
vel kristinn maður, sem leitaði á náðir drottins, ef í harð-
bakkann sló. Svo er og ljóst mál, að kristinn maður getur í
ræðu og riti boðað kenningar, sem stinga í stúf við kristna
lífsskoðun, en þá ber þess að gæta, að með „kristnum manni“
er einungis átt við mann, sem býr í kristnu þjóðfélagi og
segir ekkert um trúareinlægni hans. Af þessu leiðir, að hald-
laust er að álykta sem svo, að siðaboðskapur Islendingasagna
hljóti að vera kristilegur, þar sem þær voru ritaðar af kristn-
um mönnum.
III
Að sönnu eru Islendingasögur skemmtisögur, en sú krafa
hvíldi á höfundum þeirra frá upphafi að gefa sögunum veru-
leikablæ, sem er í rauninni eitt helzta einkenni þeirra. Ýms-
um brögðum mátti beita til að ljá þeim raunsæisbrag, en
frumskilyrði hlaut það að vera, að sagnaritarar kappkostuðu
að setja sig í spor söguhetja sinna og eigna þeim orð og at-
hafnir, sem hæfðu stund og stað. Heiðinn maður varð að
haga sér eftir heiðnum siðaboðskap, en ekki kristnum. Og
kynlega mundi hljóma í eyrum, ef Egill Skallagrímsson ákall-
aði hinn eina sanna guð, himnaföðurinn.
Afbragðs gott dæmi um fullkomna aðlögun er frásögnin
af þeim fóstbræðrum, Ingólfi og Hjörleifi. Þegar Ingólfur,
sem var blótmaður mikill, spurði, að Hjörleifur hefði verið
veginn af þrælum sínum, lætur hann svo ummælt:
„Lítit lagðist hér fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu
at bana verða, ok sé ek svá hverjum verða, ef eigi vill
blóta.“ (Landn.b., Isl.sögur I, 31. Isl.s.útg.)).
Fróðleg sýnishorn um þetta atriði eru og í Vatnsdælu, sem
er öll með miklum kristilegum blæ. Þorsteini Ingimundar-
syni verður að orði við dauða föður síns:
„mikill manna munr er orðinn með þeim Hrolleifi, ok
njóta mun faðir minn þess frá þeim, er sólina hefir skapt