Skírnir - 01.01.1965, Page 81
Skírnir
Þankar um siðfræði Islendingasagna
71
ok allan heirainn, hverr sem sá er. En þat má vita, at
þat mun nQkkurr gQrt hafa“ (Isl. fornr. VIII, 62).
Til samanburðar má hafa frásögn sögunnar af Þorkeli kröflu,
er tók kristni á efri árum:
hann var rétttrúaðr maðr ok elskaði guð (ísl. fornr. VIII,
131).
Þessi dæmi sýna, þótt í smáu sé, að höfundur er allur af
vilja gerður að laga söguhetjur sínar að réttum tíma. Við-
leitni hans er þó klaufaleg, því að guðshugmynd kristinna
manna er alltof augljós um heiðingjann Þorstein, þótt guð
sé ekki nefndur á nafn og höfundur sé með látalæti, sbr.
„hverr sem sá er“. Höfundur Vatnsdælu hefur þekkt þær
kröfur, sem gerðar voru um raunsæi, en hefur augljóslega
ekki getu til að fara eftir þeim. Kemur hér skýrt fram, sem
engum mun koma á óvart, að misjafnlega gat til tekizt, og
ægir því heiðnum og kristnum siðgæðishugmyndum saman
í sögunum. Enn má taka dæmi úr Vatnsdælu. Skömmu eftir
að Þorsteinn hefur skírskotað til þess, er sólina hefir skapt
og allan heiminn, kveður hann svo að orði:
„Þat sýnisk mér ráð, at vér setimsk eigi í sæti ÍQður várs,
hvárki heima né í mannboðum, meðan hans er óhefnt.“
(fsl. fornr. VIII, 63).
Hér haldast í hendur kristin guðshugmynd og heiðin hefnd-
arskylda.
Það brestur því oft á raunsæi sagna, enda liggur í augum
uppi, að kristilegt hugarfar og kristnar siðareglur höfðu dá-
góða aðstöðu til að setja svip sinn á þær hugmyndir, sem
sagnaritarar ætluðu heiðnar. En þeim tekst líka oft að halda
heiðnum hugmyndum til haga fyrir tilstilli fornrar bók-
menntahefðar.
f íslendingasögum ber hvergi á ofstæki í garð heiðni. Af-
staðan mótast af víðsýni og umburðarlyndi. Hér kemur og
til hlutlægni sögustílsins. Því er það, að íslendingasögur
flytja heiðinn siðaboðskap jafnt sem kristinn, skíran eða
bliknaðan eftir atvikum. En af því má ekki álykta, eins og
fyrr segir, að höfundar hafi verið blendnir í trúnni.