Skírnir - 01.01.1965, Page 82
72
Bjarni Guðnason
Skírnir
IV
Menn hafa löngum skipt lífsreglum Islendingasagna í
heiðnar og kristnar siðgæðishugmyndir, og hafa þá verið lögð
til grundvallar annars vegar Hávamál og hetjukvæði og hins
vegar Biblían og kaþólsk trúarrit miðalda. Ekki hefur það
ætíð farið alls kostar vel úr hendi.
Nýjasta og merkasta heildarrannsókn um siðferði Islendinga-
sagna mun vera doktorsrit Hollendingsins Van den Tooms,
Ethics and Moral in Icelandic Saga Literature (1955). Þetta
er á margan hátt gott rit og mikið á því að græða, en flokk-
un höfundar er naumast viðhlítandi. Hann hefur siðgæðis-
flokka þrjá og telur Hávamál og hetjukvæði tvær heildir.
Við þetta er í sjálfu sér ekkert að athuga, þar eð auðsær
munur er á lífsboðskap þessara heimilda, þótt heiðnar séu
hvorartveggju. Þriðji hópurinn er kristilegur. En aðfinnslu-
vert má teljast, að Van den Toom tínir saman allar hug-
myndir, sem með einhverju móti má heimfæra til Hávamála
og hetjukvæða, og gerir eftirhreytur kristilegar. Hann er ekki
einn um slíka greiningu. Niðurstaðan verður sú, að heiðin
lífsskoðun verður gmnsamlega fyrirferðarmikil í riti hans
og hlutur kristni að sama skapi smávaxinn. Mér reiknast
svo til, að hlutfallið muni vera nær 5:1. Miklu veldur, að
hann telur til heiðinnar siðaspeki margvíslegar lífsreglur,
sem eru sammannlegar eða almenn, hagnýt lífsvizka, sem
ekki er bundin einu siðakerfi fremur en öðru. Skulu nú
rakin einstök dæmi til að sýna, við hvað er átt.
1 Hávamálum er varúð brýnd fyrir mönnum:
Vápnom sínom
skala maðr velli á
feti ganga framarr;
þvíat óvíst er at vita,
nær verðr á vegom úti
geirs um þgrf guma. (38. vísa).1)
J) Tilvitnanir í Hávamál eru úr útgáfu Jóns Helgasonar af Eddu-
kvæðum.