Skírnir - 01.01.1965, Page 83
Skímir Þankar um siðfræði Islendingasagna 73
I íslendingasögum koma fyrir svipaðar varúðarreglur. 1 Lax-
dælu segir:
Þetta sverð kallaði hann [þ. e. Geirmundur] Fótbít ok
lét þat aldregi hendi firr ganga. (fsl. fornr. V, 79).
Og í Valla-Ljóts sögu greinir, að maður nokkur að nafni Sig-
mundur reyni að fá Þorvarð Þorgrímsson út úr húð hans;
en hann er var um sig:
„Ekki þarf ek viðrtals yðvars nQkkrs, því at mér þykkir
þú ótrúligr.“ (fsl. fornr. ÍX, 247).
Þessar frásagnir sagnanna eru að ætlun Van den Toorns
heiðnar, enda ber hann fyrir sig ofangreinda vísu í Háva-
málum (fyrrgr. rit, 56-7), en ég fæ ekki séð, að siðaboð-
skapur þeirra verði talinn annaðhvort til heiðni eða kristni,
því að slík varúðarregla sem þessi er sjálfsögð í þjóðfélagi
á ófriðaröld, þegar vopn eru höfð um hönd og óvinur á
næsta leiti.
Eins og kunnugt er, er gestrisni lofuð í Hávamálum og
víða í íslendingasögum. Ég tek eitt dæmi eftir Toorn, og er
það úr Eyrbyggju:
Arnkell var hýbýlaprúðr ok gleðimaðr mikill; þótti hon-
um ok illa, ef aðrir váru eigi jafnglaðir sem hann, ok
rœddi opt um við Þórarin, at hann skyldi vera kátr ok
ókvíðinn. (ísl. fornr. IV, 49).
Það er tæpast stætt á því að ætla orð Eyrbyggju endilega af
heiðnum rótum. Gestrisni er þáttur í kristilegum kærleiks-
boðskap og verður því ekki talin fremur auðkenni heiðni en
kristni. Nægir að hafa yfir hin gullfallegu orð Jesú í Matte-
usarguðspjalli:
því að hungraður var eg, og þér gáfuð mér að eta; þyrst-
ur var eg, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var eg,
og þér hýstuð mig; nakinn, og þér klædduð mig; sjúkur
var eg, og þér vitjuðuð mín; (25:35—37).
Loks er hæpið að einskorða vináttu við heiðna siðaspeki, þótt
Hávamál fari um hana mörgum fögrum orðum, því að hún
er alls staðar á öllum tímum mikils metin.
Af þessu má sjá, að sum atriði siðfræðinnar verða ekki
dregin umsvifalaust í einn dilk. Flokkun siðareglna ætti því