Skírnir - 01.01.1965, Page 84
74
Bjarni Guðnason
Skírnir
að fara fram á þá leið, að heiðnar og kristilegar væru settar
hvor í sitt hólf, en sammannlegar í það þriðja. Þó að mörkin
yrðu oft óglögg, haggar það ekki réttmæti slíkrar greiningar.
V
Með því að fræðimenn hafa horfið frá þeirri skoðun, að
Islendingasögur hafi mótazt og tekið festu í munnmælum
þegar á söguöld og telja þær nú höfundarverk, liggur í hlut-
arins eðli, að siðaskoðanir þeirra bera merki sagnaritara og
ritunartíma. Það stefnir því í rétta átt að ætla kristnum
hugsunarhætti meiri hlutdeild í sögunum en áður. Nú sætir
það furðu, að þeir Ingimundur gamli í Vatnsdælu og Síðu-
Hallur í Njálu skuli hafa verið nefndir sem gild vitni um
göfuga menn í heiðni.
Ingimundur gamli kemur skilaboðum til banamanns síns,
Hrolleifs, um að hafa sig á brott úr héraði undan hefndum
sona sinna — „mín er eigi at betr hefnt, þótt hann [þ. e.
Hrolleifur] deyi“ — segir Ingimundur (ísl. fornr. VIII, 61).
Þessi göfugmennska Ingimundar á sér enga stoð í heiðnu
hugarfari og er ugglaust kristileg að uppruna. Er hvort-
tveggja, að þetta fágæta efnisatriði er tvítekið í sögunni (sbr.
3. kap.) og æðsta siðgæðishugsjón kristninnar var að fyrir-
gefa banamanni sínum eins og Kristur á krossinum.
Svipaða sögu er að segja af Síðu-Halli og Ljóti, syni hans.
Eins og guð almáttugur fórnar syni sínum til að leysa mann-
kynið frá syndum þess og bjarga því frá eilífri glötun, lætur
Síðu-Hallur Ljót falla óbættan hjá garði, til þess að sættir
mættu takast og friður ríkja með mönnum. Lík friðþæging-
arsaga mun kunn í erlendum ritum.
Þó að margt í Islendingasögum sé bersýnilega kristið, er
áður var talið heiðið, heimilar það ekki að gefa sér lausan
tauminn og telja allt af kristnum rótum. Það hefur Her-
manni Pálssyni orðið á í grein sinni SiðfrœSi Hrafnkels sögu,
sem birtist í Tímariti Máls og menningar fyrir skömmu (ár
1964, 3. hefti). Hann fylgir tíðarandanum, því að um þess-
ar mundir liggur i loftinu að ætla allt í sögunum kristilegt.
Athuganir Hermanns stangast í flestum atriðum á við þær