Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 85
Skímir
Þankar um siðfræði Islendingasagna
75
hugmyndir, sem hafa verið reifaðar í þessari grein, og er
því full ástæða til að víkja stuttlega að þeim, áður en frá
er horfið. Þar til kemur og, að Hrafnkels saga Freysgoða er
prýðisgóður umræðugrundvöllur, þar eð hún er skáldsaga
frá ofanverðri 13. öld, er þjóðin hefur húið við kristna trú í
hartnær þrjár aldir. Með því að aðalviðhurðir hennar hafa
aldrei gerzt — svo að notuð séu orð Sigurðar Nordals —
mætti ætla í fljótu bragði, að kristilegar siðgæðishugmyndir
móti alla söguna. Hermanni farast svo orð:
Nýjar rannsóknir á Hrafnkels sögu hafa leitt í ljós, að
höfundur hennar var hámenntaður klerkur, og mætti
það undarlegt heita, ef slíkur maður léti þess engin
merki sjást, enda má segja, að í sögunni verði hvergi
þverfótað fyrir kristnum hugmyndum. Hún er öll gagn-
sýrð af kristnum verðmætum, sem voru í hávegum höfð
á þrettándu öld (fyrrgr. rit, 273).
Hermann styðst við þá forsendu, að höfundur hafi verið „há-
menntaður klerkur“. 1 riti sínu Hrafnkels saga og Freys-
gyfflingar (1962) leitast hann við að sýna fram á, að þessi
klerkur sé Brandur biskup Jónsson. Rökin eru m. a. þessi:
Eftir því sem ég fæ bezt séð eru rökin fyrir því, að
Brandur Jónsson ábóti sé höfundur sögunnar svo marg-
vísleg og traust, að óþarft er að draga slíkt í efa. 1 fyrsta
lagi kemur það, sem ráðið verður um höfundinn af sög-
unni sjálfri, ágætlega heim við Brand ábóta, en ekkert
einkenni sögunnar mælir gegn slíku. Höfundur sögunn-
ar hefur verið menntaður maður, þrautkunnugur póli-
tískum átökum samtímans. Hann virðist einnig hafa
haft óbeit á vopnaviðskiptum og mannvígum, og hann
er auðsæilega maður, sem lætur sér einstaklega annt um
saklausa menn (fyrrgr. rit, 17).
Hermann drepur að vísu á fleiri röksemdir fyrir því, að
Brandur sé höfundurinn, en ekki mundi ég telja þær skot-
heldar. 1 rauninni verður tæpast sögð meiri firra um höfund
Hrafnkelssögu en sú, að hann hafi látið sér einstaklega annt
um saklausa menn, og mega menn þá minnast vígs Eyvind-
ar, bróður Sáms, er veginn var að ósekju. En út í þessa sálma