Skírnir - 01.01.1965, Side 86
76
Bjarni Guðnason
Skírnir
verður ekki farið nánar, aðeins bent á, að ekkert samband
þarf að vera á milli siðgæðishugmynda og stéttar höfundar,
eins og fyrr segir.
Hermann bendir réttilega á, að sitthvað er með kristilegu
yfirbragði í Hrafnkelssögu, eins og vænta mátti mn 13. aldar
verk. En þetta telst ekki til nýlundu, sbr. Hrafnkötlugrein
Sigurðar Nordals og útgáfu Jóns Jóhannessonar af sögunni
í Islenzkum fomritum. Af þeim toga eru frásagnir sögunnar
af Freyfaxa. Fleira má til tína, en það gildir einu. Hitt varð-
ar meira, að það fer naumast milli mála, að Hermann er á
villigötum, þegar hann telur söguna gagnsýrða kristnum verð-
mætum, sem voru höfð í hávegum á 13. öld. Hér verður að-
eins vikið að nokkrum meginatriðum.
Frásögnin af Einari smalamanni, sem ríður hesti Hrafn-
kels, Freyfaxa, í banni og er tekinn af lífi fyrir vikið, er
veigamikill kafli sögunnar. Hermann Pálsson hyggur hann
þrunginn kristilegum anda. Friðsemd, sakleysi og samvizku-
semi Einars muni vera sótt til kirkjurita. Svo er og háttað
um óhlýðni hans; hún sé afbrigði ofmetnaðar, höfuðsyndar
kristninnar, og fyrirmynd hennar sé í fyrstu Mósesbók, sag-
an af Evu. Líkingin er fólgin í því, að Einar lofar að ríða
ekki Freyfaxa og Eva að eta ekki af eplinu; bæði ganga þau
á bak orða sinna.
Við þetta er ýmislegt að athuga. Óhlýðni Einars virðist lítt
eiga skylt við ofmetnað í kristilegri merkingu, sem lýtur að
því að hverfa hug sínum frá guði og taka að trúa á sjálfan
sig eins og Lúcífer forðum. Þessu er lýst fagurlega í Sólar-
ljóðum:
Ofmetnað drýgja
skyldi engi maðr,
þat hefik sannliga sét,
þvíat þeir hverfa
er hánum fylgja
flestir guði frá (lö.vísa).
Á sik þau trúðu
ok þóttusk ein vera