Skírnir - 01.01.1965, Page 87
Skírnir
Þankar um siðfræði Islendingasagna
77
allri þjóð yfir.
En þó leizk
þeirra hagr
annan veg almátkum guði (17. vísa).1)
Öhlýðni Einars er ekki uppreisn móti guðs vilja, heldur
sprottin af lánleysi, sbr. þessi orð sögunnar:
Einarr kvað sér eigi mundu svá meingefit at ríða þeim
hesti, er honum var bannat, ef þó væri morg gnnur til
(Isl. fornr. XI, 102).
Gæfuleysi eða fyrirhyggjuleysi Einars og heitstrenging Hrafn-
kels eru þau öfl, er leiða til vígsins. Þetta er allt og sumt.
Líkingin með þeim Einari smalamanni og Evu í aldingarð-
inum er of langsótt. Brot gegn banni er algengt ævintýra-
minni. Þar til kemur og, að refsing þeirra er með ólíkum
hætti. Loks virðist augljóst, að Hermanni verður á sú sama
skyssa og Van den Toorn — þótt niðurstaðan sé gagnstæð —
að setja sammannlegar siðareglur í flokk með kristinni lífs-
speki. Samvizkusemi og óhlýðni verða trauðla talin sérstak-
lega heiðin eða kristin efnisatriði.
Við lestur Hrafnkelssögu rennur manni til rifja umkomu-
leysi Þorbjamar karls, föður Einars. Hann hefur skap höfð-
ingjans, en getu smælingjans. Þessi skortur á jafnvægi er
fyrir höfundi vizkuleysi, og fær því Þorbjörn verri útreið en
efni standa til og hlutur hans óveglegri en tvífara hans Há-
varðar Isfirðings. Þetta kemur glöggt i ljós, þegar Þorbjörn
fer í liðsbón til Bjarna, bróður síns. Færist hann undan og
þykist ekki mega deila kappi við Hrafnkel — „ok er þat satt,
at sá er svinnr, er sik kann“ 2) (106). — I þessum orðum
Bjarna kemur fram krafa um sjálfsþekkingu, sem Hermann
Pálsson ætlar af kristnum rótum.
Sjálfsþekking er ekki rígbundin við kristindóm, síður en
svo, heldur almenn lífsspeki, í hávegum höfð í flestum siða-
kerfum. Þannig stóð á hofi Appollons í Delfi letruð þessi
L Farið er eftir útgáfu Bjöms M. Ölsens í Safni til sögu Islands,
5. bindi.
2) kunna sik: kunna að haga sér, kunna hóf sitt.