Skírnir - 01.01.1965, Síða 88
78
Bjarni Guðnason
Skírnir
alkunnu orð: Þekktu sjálfan þig, sem mun undirstaða hell-
enskrar heimspeki. Það er örðugt að flokka þessa siðareglu,
sem svo margar aðrar, nema greint sé frá því, hvað brot
gegn henni hafi í för með sér. 1 Hávamálum segir:
Ösnotr maðr
ef eignaz getr
fé eða flióðs munoð,
metnaðr hánom þróaz
an manvit aldregi,
fram gengr hann driúgt í dul. (79. vísa).
Dul eða sjálfsblekking, sem er ranghverfa sjálfsþekkingar,
leiðir hér til þess, að vit manna staðnar, þróast ekki. En þetta
hendir aðeins óvitran mann, hinn vitri þekkir sjálfan sig.
Vel má kalla þetta jarðneskt viðhorf, því að það varðar far-
sæld í þessu lífi. 1 Gyðingasögu er litið öðrum augum á
hlutina:
Sá maðr, er ekki kann sjálfan sig, þá þrútnar hann af
ofmetnaði gegn guði (dæmið tekið hjá H.P.).
Hinn óvitri maður ofmetnast gegn guði. Þetta má nefna
himneskt viðhorf. Ofangreind orð Bjarna í Hrafnkelssögu
lúta að því, að Þorbjörn kann ekki að sjá sóma sínum borg-
ið og þiggja góða kosti Hrafnkels fyrir víg Einars. Ég fæ
ekki betur séð en höfundur sögunnar hafi jarðneska við-
horfið í huga.
En víkjum nú að öðru. Á einum stað lætur Hermann Páls-
son svo ummælt:
Samkvæmt kristnum siðaskoðunum miðalda eiga menn
að elska þrennt: guð, náunga sinn og sjálfa sig ... Eng-
inn, sem les Hrafnkels sögu, getur efazt um, að Hrafn-
kell elski sjálfan sig (Tímar. M. og m. 1964, 282—3).
Þetta kemur undarlega fyrir sjónir. Þótt Matteus segi: „Þú
skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ — hefur það
aldrei verið boðorð kirkjunnar, að menn ættu að elska sjálfa
sig. Þvert á móti er það meginatriði í trúfræði og siðfræði
kristinnar kirkju að sigrast á allri sjálfselsku og sjálfsvitund,
lifa og hrærast í drottni, fórna sér fyrir aðra, sbr. fórnar-