Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 89
Skírnir
Þankar um siðfræði Islendingasagna
79
dauða frelsarans og kærleiksboðskapinn. Ójöfnuður Hrafn-
kels verður seint talinn af kristnum toga, enda er skaplyndi
hans meir í ætt við Egil en Krist. Þegar sjálfselska er orðin
kristileg lífsskoðun, má Hrafnkelssaga auðveldlega kallast
kristið fræðslurit. En það segir sig sjálft, að með þessu móti
er það engum örðugleikum bundið að gera allt kristið.
En er þá ekkert heiðið í sögunni að áliti Hermanns? Jú,
hann telur lítillega örla á heiðinni lífsskoðun í ummælum
griðkonu Hrafnkels. Hann kveður svo að orði:
Hér ætla ég, að óhætt sé að tala hiklaust um heiðna lífs-
skoðun, en hinu má að sjálfsögðu ekki gleyma, að höf-
undur sögunnar er á öndverðum meiði við afstöðu grið-
konunnar. Hinum heiðnu hugmyndum er beitt í því
skyni að auka áhrifin af kristnum boðskap sögunnar
(Sama rit, 285).
Sagan segir, að Eyvindur, bróðir Sáms, hafi verið utan í
kaupferðum sjö vetur samfleytt og ekkert við mál þeirra
Sáms og Hrafnkels riðinn. Hann er sagður hinn vaskasti
maður, fáskiptinn og býður af sér góðan þokka. Dag nokk-
urn ríður Eyvindur ásamt skósveini sínum um garð á Hrafn-
kelsstöðum. Griðkona kemur auga á mannaferðina, hleypur
inn til Hrafnkels og segir:
„Satt er flest þat, er fornkveðit er, at svá ergisk hverr
sem eldisk. Verðr sú lítil virðing, sem snimma leggsk á,
ef maðr lætr siðan sjálfr af með ósóma ok hefir eigi
traust til at reka þess réttar npkkurt sinni, ok eru slík
mikil undr um þann mann, sem hraustr hefir verit. Nú
er annan veg þeira lífi, er upp vaxa með ÍQður sínum,
ok þykkja yðr einskis háttar hjá yðr, en þá er þeir eru
frumvaxta, fara land af landi og þykkja þar mestháttar,
sem þá koma þeir, koma við þat út ok þykkjask þá hQÍð-
ingjum meiri. Eyvindr Bjarnason reið hér yfir á á Skála-
vaði með svá fagran skjQld, at ljómaði af. Er hann svá
menntr, at hefnd væri í honum“ (Isl. fornr. XI, 126-27).
Ræðustúfur þessi er samsettur af tveim andstæðum. Eyvind-
ur, hinn fátæki bóndasonur, ber fagran skjöld, sem ljómar af.
Þessi orð storka Hrafnkeli, en um leið minna þau á þá virð-