Skírnir - 01.01.1965, Page 90
80
Bjarni Guðnason
Skírnir
ingu, sem Eyvindur nýtur eftir að hafa framazt erlendis. Af
goðanum Hrafnkeli stafar enginn ljómi, hann hefur setið um
kyrrt að búi sínu og ekki gætt sóma síns, þar eð hann hefur
ekki haft traust til að reka réttar síns. Við frýjuorð griðkon-
unnar verður Hrafnkeli að orði: „Kann vera, at þú hjalir
helzti margt satt“. — Fer hann að ráðum hennar og vegur
mann, sem hefur unnið það eitt til saka að vera bróðir Sáms.
Þarna birtist heiðin hefndarskylda í sinni grimmilegustu
mynd, og fyrir bragðið nær Hrafnkell sæmd sinni á nýjan
leik og kemst aftur að Aðalbóli. Fulltrúar kristni hljóta að
telja vígið ódæðisverk hjð mesta. Þeir gætu jafnvel tekið í
munn sér orð Sólarljóðaskáldsins, þegar það talar um píslir
morðingja í kvölheimum:
Menn sá ek þá,
er margan höfðu
fé ok fjörvi rænt.
Brjóst í gegnum
rendu brögnum þeim
öflgir eitrdrekar. (64. vísa).
Kristileg viðhorf virðast vera víðs fjarri söguhöfundi í þess-
ari frásögn.
VI
I engri íslendingasögu er jafnskýr þroski söguhetju og í
Hrafnkelssögu. Það liggur því í augum uppi, að siðferðikjarni
sögunnar er fólginn í honum. Hrafnkell Freysgoði er í upp-
hafi sögunnar menntur vel, en ójafnaðarmaður:
Hrafnkell stóð mjgk í einvígjum ok bœtti engan mann
fé, því at engi fekk af honum neinar bœtr, hvat sem
hann gerði. (Isl. fornr. XI, 99).
Hrafnkell er valdsmaður, sem kann ekki með völd sín að
fara. Ójöfnuður og hófleysi einkenna hann. Eftir hrakning-
ana á Aðalbóli kemst skipan á lund hans:
Maðrinn var miklu vinsælli en áðr. Hafði hann ina
sQmu skapsmuni um gagnsemð ok risnu, en miklu var
maðrinn nú vinsælli ok gæfari ok hœgri en fyrr at qIIu.
(Isl. fornr. XI, 125).