Skírnir - 01.01.1965, Page 91
Skírnir
Þankar nm siðfræði Islendingasagna
81
Valdstjórn Hrafnkels mótast nú af hófsemi. Söguhöfundur
má hafa þekkt eftirfarandi erindi Hávamála, a. m. k. kemur
þar fram sama hugsun:
Ríki sitt
skyli ráðsnotra hverr
í hófi hafa. (64. vísa).
Þetta er líklega sá siðalærdómur, sem draga má af sögunni.
Það er eftirtektarvert, hversu söguhöfundur gerir sér títt
um góða vitsmuni. Þorbjörn er sagður vitlítill, úr því að
hann neitar góðum kostum Hrafnkels fyrir vig sonar síns.
Og Sámi liggja svipuð orð til hans:
En vita skaltu, at mér þykkir þar heimskum manni at
duga, sem þú ert. (Isl. fornr. XI, 108).
Skýring höfundar á því, hvers vegna Sámur varð undir í
viðskiptum sínum við Hrafnkel, kemur berlega fram í orð-
um Þorgeirs Þjóstarsonar í sögulok:
Hefir þat farit eptir því, sem ek ætlaða, þá er þú gaft
Hrafnkeli líf, at þess mundir þú mest iðrask. Fýstum
vit þik, at þú skyldir Hrafnkel af lífi taka, en þú vildir
ráða. Er þat nú auðsét, hverr vizkumunr ykkarr hefir
orðit, er hann lét þik sitja í friði ok leitaði þar fyrst á,
er hann gat þann af ráðit, er honum þótti þér vera
meiri maðr. Megum vit ekki hafa at þessu gæfuleysi
þitt. (fsl. fornr. XI, 132-133).
Þegar Sám brestur þrek til að taka Hrafnkel af lifi, líkt og
Sturlu Sighvatsson Gizur Þorvaldsson í Apavatnsförinni
frægu, verður það honum til falls. Það er vizkumunur með
þeim Sámi og Hrafnkeli, og hann gerir gæfumuninn. Sámur
er heimskur maður. Hann er ekki vaxinn þeim vanda, sem
hann stendur í. Hrafnkell þróast hins vegar að mannviti við
skakkaföllin. Honum verða ljósir skapbrestir sinir, og hann
lætur af þeim. Hann er vitur maður. Hann flýr ekki á náðir
sjálfsblekkingar. Við hann eiga orðin: „svinnr er sá, er sik
kann“.
„Satt er flest þat, er fornkveðit er“ — segir Hrafnkelssaga.
Þetta eru ekki orðin tóm. Virðing eða sæmd er orð, sem oft
6