Skírnir - 01.01.1965, Síða 96
86
Ólafur Halldórsson
Skírnir
yfir ú í Brinjúlfur í síðustu ljóðlínu sama erindis. Ennfremur
er á dregið út í sjöttu ljóðlínu 5. erindis og þar með lagfærður
slæmur rímgalli. Yitanlega er ekki hægt að þekkja hönd á
þessum smámunum, en langlíklegast er að Jónas hafi sjálfur
gert leiðréttingarnar, og þær eru skrifaðar með álíka svörtu
bleki og er á svari hans við þessu hréfi, sem getið verður
hér á eftir. En hvorugur þessara mánaða, október eða desem-
ber, hafa mér vitanlega verið nefndir gyðingamánuður,
hvorki hér á landi né annars staðar. Verður síðar vikið að
hvenær bréf þetta muni skrifað, í sambandi við tímasetn-
ingu á svarbréfi Jónasar, sem einnig er ódagsett.
III
Hér á eftir verður drepið á fáein atriði sem ekki eru auð-
skilin í þeim hlutum ljóðabréfsins sem hér eru birtir. Ball-
hússtræti er Boldhusgade í Kaupmannahöfn; þar héldu
Fjölnismenn stundum fundi sína hjá Nielsen veitingamanni,
sem síðar verður vikið að. I fyrsta erindinu er nefndur Mark-
us Gíslesen, og er þar átt við Konráð Gíslason, en sá sem í
öðru erindi er nefndur Haldor Ölsen Friðrikson Kolbeinsen
(leiðrétt úr Kolhjörnsen, sjá hér á undan), er Halldór Krist-
ján Friðriksson yfirkennari; félagar hans nefndu hann stund-
um Kolbeinsen eða Kúlbeinsen og hafa dregið þá nafngift
af því að hann ólst upp hjá afa sínum Eyjólfi Kolbeinssyni
presti á Eyri, en móðurafi hans hét Ölafur Þorhergsson, og
er Ólsen ugglaust dregið af nafni hans.1 I þriðju línu 6. er-
indis eru nefndir Eídanir, þ. e. Danir sem búa á dönsku eyj-
unum (Eydanir). Sama lína: flóir er íslenzkuð mynd danska
orðsins flov, s. s. skömmustulegur, sneyptur. Fjórða lína í
sama erindi: fliSrurnar, s. s. gleðikonurnar; flyðra er annað
nafn á fiskinum lúða, en luder er heldur ljótt orð á dönsku,
haft um gleðikonur. Ekki er gott að segja hver sú Arnhjörg
er sem í 10. erindi er sagt að bauli úti í fjósi; e. t. v. er átt
J) Brynjólfur Pétursson Bréf. Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar.
Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn. Reykjavik 1964. Sjá bls. 106,
130 og 269.