Skírnir - 01.01.1965, Síða 97
Skírnir
Úr bréfum Fjölnismanna
87
við þjónustustúlku í veitingahúsinu hjá Nielsen. Sjötta lína
í sama erindi: cymbalicon, líklega er átt við cembalo-leik. 1
ellefta erindi er nefndur Torfi, en ekki verður vitað við hvað
er átt; fugl-dýr-kvikinda Lucífer í sama erindi er s. s. nátt-
úrufræðingur, og lókátur í tíundu linu sama erindis er þann-
ig til komið, að í Hólaskóla var aukakennari nefndur lókát-
ur, dregið af latnesku orði, locatus s. s. staðgengill. I þrett-
ánda erindi er vikið að tík sem Jónas átti þegar hann var á
rannsóknarferðum sínum á íslandi; tíkin, sem var af útlendu
kyni, svartflekkótt með lafandi eyru, hét Kara upp á latínu
(cara er kvk. af lo. carus, dýrmætur, kær, elskaður), og gaf
Jónas Pétri Péturssyni (síðar byskupi) hana í ágúst 1841.
Fjórðu og fimmtu linu í 19. erindi má skilja þannig að bréf-
ritararnir sendi engar ýsur: 16 -f- 16 = 0, en líkasttil eru
þeir þó einungis að gefa í skyn að þeir séu orðnir syfjaðir
og famir að draga ýsur. 1 sjöttu línu sama erindis er getið
um ölhœsne (— ölhænsni) og tekið til orða svo sem átt sé
við einhvern mann, en ekki verður þá vitað hvern þeir eiga
við. E. t. v. er þetta einungis íslenzkuð mynd danska orðsins
olhane, s. s. krani á ölfati, og eru bréfritarar þá að gefa í
skyn að þeir hafi ekki fengið neitt öl; mundi það þá koma
heim við að þeir voru famir að draga ýsur.
IV
Þessu bréfi þeirra félaga hefur Jónas svarað; svarhréf hans
er ódagsett, en skrifað utan á til Gísla Thorarensens: ‘S. T. /
Herr Studiosus Theol G. S. Thorarensen / Kjöbenhavn / Af-
lægges paa Regentzen.’ Bréfið hefst á þessa leið:
‘Mottó! báglega tókst með alþíng enn,
Naha, naha, naha!
það eru tómir dauðir menn,
Naha, naha, naha!
Það sjest ekki á þeím hams nje hold,
Naha, naha, naha!
og vitin eru so full af mold,
Naha, naha, naha!
Ivar Barðson. Grl.