Skírnir - 01.01.1965, Page 98
88
Ólafur Halldórsson
Skírnir
Hvað margir vóruð þjer á þíngi? fjórir,
og fjórir eru meír enn þrír, og þrír
er meír enn tveir og einn. Jeg þakka samt
auðmjúklega. Nú er jeg eínn á þíngi
að setja þíngið og að stíra því
og halda ræðurnar og hlíða til
og svara þeím, og skrifa alt sem fram fer
og slíta þinginu. Jeg held mjer verði
ekki mjög kalt á meðan; letínginn
er altjent loppinn, nennir ekki’ að pissa
í skóinn sinn, og ekkji að berja sjer,
og ekki að blása í kaun, og verður kalt
og deír svo seínast útaf; mjer er heitt
og líður príðisvel í blóðinu . . .’
Hér koma svo fjórar línur sem aldrei hefur verið ætlað að
koma fyrir almennings sjónir, fremur en flestu öðru í þessu
bréfi, en síðan heldur áfram:
‘og jeg skal skila því um leið jeg fer
að þakka firir Isurnar sem jeg
hef skilvíslega feíngið, vinagjöf
af góðum huga send og eins vel þeígin!
En first verð jeg að minnast þess sem mest
tók uppá mig, og fjell mjer þíngst og sárast
í brjefinu frá böllshúsum; mjer finnst
jeg hafi grátið, klessur! sistur góðar!
elskuðu klessur! ekkji nema Spie
og háð og spott í krattinu! ó veröld,
ó veltihjól, ó hnikill, hnóða! Ó,
þú koppsbotn kjellingar! svo veltir þú
því öllu andhælis sem best er, snír
því uppí spott og spie — og ísumar
þær senduð þið mjer samt og höfðuð ekki
neitt eptir, veslíngar! og 01hænsne
ljet ekki neitt af hendi rakna — Sveí!
jeg skammast mín að lifa leingur á
svo skitnum stað sem jörðin er . ..
#