Skírnir - 01.01.1965, Page 99
Skírnir
Úr bréfum Fjölnismanna
89
Hvað hinu líður, lœt jeg þáð ei fá
svo mikiS á mig, til að minda þótt
að hökurnar sje mjóar — Herre Guð!
svo sjest því betur undir hakan, og
þó Gísli Sigurðsson frá Hraungjerði
í Flóa firir sunnan, fari illa
og lendi í helvíti, og jafnvel þó
að Mánga fari með, þá læt jeg þaÖ
ei fá svo mikið á mig — Kolbeínsen
mun gjeta nærri vegna hvurs, og þótt
að fjandinn riði klessunum og Konráð
tvímenni tikinni með Brinka mínum,
þá læt jeg þa5 ei fá svo rriikiS á mig.
#
Þetta, sem nú er undirdreígið, er
sett svona uppá nokkurskonar list
og heítir figúra, ó reiðist ekkji
elskuðu klessur! þótt jeg bendi svona
sjálfur til þess sem hagorðlega er sett
í háan stíl; jeg gjæti skrifað prosa
efað jeg vildi, velt mjer strax af baki;
enn merin mín á betra skilið, böm!
enn lof’ henn’ ekkj’ að bera mig, og Konráð
sem þekkir Andersen og Pegasus
og Grím og mig og sjálfan sig og hefur
pederað uppá pedes sofandi
svo jeg hef heirt og Brinjólfur og Gvöndur
frá Ási hefur heirt, fær ekki Prosa
utan Cymbalicon og fiðlintón.’
Síðan breytir um bragarhátt og kemur alllöng þula sem hefst
þannig:
‘Firrum meðan jeg þekkti þig
það kom ti sona ifir mig,
jeg sá það ei nje finna fat,
fór að róa þar sem jeg sat . ..’
og heldur svo áfram, samtals 31 lína, en ekki væri það trún-