Skírnir - 01.01.1965, Page 100
90
Ölafur Halldórsson
Skírnir
aður við skáldið að birta þær. Bréfinu lýkur með þessu er-
indi, sem ég get ekki stillt mig um að birta, þótt ugglaust
hafi aldrei verið til þess ætlazt:
‘Mál er nú af hróðri higgja,
húmið felur skóg og grund,
gaman er hjá ljósri liggja
lokkadís um þessa mund
draumafús á dínum, Aia!
dreingir! kveðið allir nú:
Auna, aia, aia, aia!
Aha-hú!
Sána, pána seigjum nú,
saja! verum hljóðir;
Ána, kána, ahahú!
aía, piltar góðir!
addjö!’
V
Auðséð er að þetta skrif Jónasar er svar við bréfi þeirra
félaga, sem vikið var að hér að framan: f upphafi víkur
Jónas að því, að þeir voru fjórir á þingi, sbr. ‘fjórir á fundi’
í öndverðu bréfi þeirra félaga; Jónas minnist á ýsumar og
talar um bréfið frá Böllshúsum, ávarpar ‘klessur’, sbr. það
sem sagt var hér fyrir framan um undirskriftina í bréfi fjór-
menninganna, og loks víkur hann að því að Ölhænsni lét
ekki neitt af hendi rakna. Ennfremur minnist Jónas á mjó-
ar hökur, og er þar vikið að erindi Brynjólfs: ‘Við emm
heldur hökumjóir.’ Gísli Thorarensen gat um einhverja Mar-
gréti í heldur sóðalegum erindum í bréfinu til Jónasar, og
er það sú sem Jónas nefnir Möngu í sínu bréfi.
Þar sem Jónas segir í ljóðabréfinu að Konráð fái ekki
‘Prosa utan Cymbalicon og fiðlintón’ víkur hann að þessum
orðum í vísu Konráðs: ‘við drögumst á við þig í desembrí /
dálitla ögn af prosa.’ Líklega er þá þulunni sem hefst á
‘Firrum meðan jeg þekkti þig’ beint til Konráðs.