Skírnir - 01.01.1965, Page 101
Skírnir
Úr bréfum Fjölnismanna
91
VI
Sumt í ljóðabréfi Jónasar er torskilið: krattinu (e. t. v. á
að lesa krattinn) er líklega íslenzkuð mynd danska nafnorðs-
ins kratte, s. s. hrífudráttur eða krafs; Jónas á þá við að þeir
félagar höfðu ekki annað upp úr krafsinu en ‘Spie og háð
og spott’. Vafalaust er Jónas að hæðast að einhverju skáld-
menni með setningunni sem hann endurtekur þrisvar og
dregur undir: þá lœt jeg þaS ei fá svo mikiS á mig, en ekki
hef ég fundið hverjum sneiðin var ætluð. Jónas nefnir mer-
ina sína og á þar við skáldafákinn Pegasus, en Andersen og
Grímur, sem hann segir að Konráð þekki, eru þeir H. C.
Andersen ævintýraskáld og Grímur Thomsen. Þegar Jónas
segir að Konráð hafi pederaS uppá pedes sofandi á hann
vafalaust við hlut Konráðs í kvæðinu Island farsældafrón,
og má ráða af þessum orðum, að sagan sem er sögð um upp-
runa þessa kvæðis í útgáfu Hannesar Hafsteins á ljóðmælum
Jónasar sé sönn, en þar er þessi athugasemd við kvæðið:
‘Konráð Gíslason dreymdi, að maður kæmi til hans mikill
og föngulegur, og ávarpaði hann með kvæði. Þegar hann
vaknaði, mundi hann úr því þetta erindi:
Landið var fagurt og frítt,
og fannhvítir jöklanna tindar,
himininn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
Sagði hann Jónasi drauminn, og orkti hann þá kvæðið við
þessar línur.’ 2
Jónas víkur að þessu sama í bréfi til Konráðs Gíslasonar,
skrifuðu í marz 1844, en dagsetningu vantar: ‘... hofum við
ekki sagt að landið er fagurt og frítt. hefur þú ekki sagt það
sjálfur?’ 3 Þessu svaraði Konráð í bréfi, sem er dagsett 16.
marz: ‘Þú berð upp á mig, að jeg hafi sagt: LandiS er fag-
urt og frítt. En hafi jeg sagt það, þá hef jeg helvítis logið það.
2) LjóSmtBli og önnur rít, eptir Jónas Hallgrímsson. Gefin út af Hinu
islenzka bókmenntafjelagi. Kaupmannahöfn ... 1883. Sjá bls. 390.
3) Rit eftir Jónas Hallgrímsson II, Reykjavik 1932, bls. 172.