Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 102
92
Ölafur Halldórsson
Skírnir
Þjer ferst um að tala, sem ortir utan um þenna skít, mjer
til skammar og sjálfum þjer til sæmdarP Liklega hefur Kon-
ráð notað svona ófínt orð um sinn hlut í kvæðinu, að kalla
hann sfdt, af því að hann hefur verið minnugur þess sem
Jónas sagði í ljóðabréfinu, að hann hefði pederaS uppá pedes
sofandi, en það merkir eiginlega að hann hafi fretað í hrag-
liðum sofandi (pederaS af latnesku sögninni pedo (pepedi,
peditum), sem sögnin aS péSra er mynduð af í íslenzku).
Gvendur frá Ási, sem Jónas nefnir, er Guðmundur Guð-
mundsson frá Ási í Vatnsdal (1807—1875); hann var í
Bessastaðaskóla 1827—1829 og við læknanám í Kaupmanna-
höfn 1834—1838, varð síðan hestaprangari og að lokum
prestur, lengst af í Nesþingum.
VII
Svo virðist sem Jónasi hafi ekki þótt bréfi þeirra félaga
fullsvarað með Ijóðabréfinu sem hann sendi Gísla: hann hef-
ur lagt annað bréf innan í það, og er það gamanbréfið fræga
um orlofsferð drottningarinnar af Englandi. Þetta er aug-
ljóst af því sem nú skal talið: I ljóðabréfinu og gamanbréf-
inu er samskonar pappír með sama þrykkta merkinu í horn-
inu efst til vinstri; ljóðabréfið hefur verið brotið saman og
því lokað með lakki, svo sem venja var, en áritun er á fjórðu
blaðsíðu, sem er auð að öðru leyti. Gamanbréfið hefur einn-
ig verið brotið saman, en á því er engin áritun. Brotin í báð-
um bréfunum eru greinileg ennþá, og passar gamanbréfið
nákvæmlega innan í ljóðabréfið, ef bæði eru brotin saman
eins og gert hefur verið í upphafi. Gamanbréfið hefst á
tveimur erindum sem varla verða skilin öðruvísi en sem svar
við ljóðabréfi fjórmenninganna:
‘Bassar! sem rákuð út
úr ræpuskoti Gaupa
:/: mærðarhlands Miguhrút,
í lagðinn báruð lísisgrút
og ljetuð bekrann hlaupa
:/: vestur í Vitskupút.