Skírnir - 01.01.1965, Page 103
Skírnir
Xjr bréfum Fjölnismanna
93
Ikkur að borga ber
og bullumsullum veíta,
:/: meðan að andinn er
sem sól að skína gjegnum gler
á gollurshúsið feíta
:/: sem bír í brjósti mjer.’
Hér á eftir kemur svo eitt erindi á dönsku undir sama brag-
arhætti og með fyrirsögn: Fréttir. Fyrra erindið af þeim sem
hér eru birt hefur þótt þannig orðað, að það ætti ekki erindi
í ljóðabækur, enda hefur ekki verið ætlazt til þess af höf-
undi að það yrði prentað; Matthías Þórðarson birti þó síðari
helming þess í Rit eftir Jónas Hallgrímsson II, bls. 163, og
virðist þá óþarfur tepruskapur að birta það ekki allt, þó ekki
væri til annars en að hlífa þessu merkilega bréfi við hand-
volki forvitinna manna, sem hálft í hvoru eiga von á að
bezta bitanum hafi verið stolið undan þegar bréfið var prent-
að. Annars er það um erindi þetta að segja, að merking þess
liggur ekki ljóst fyrir, en hún virðist þó ekki vera eins afleit
og orðalagið er ókurteislegt. En þótt einstöku orð séu torskil-
in, fæ ég ekki séð að ljóðabréfinu til Jónasar frá kunningj-
unum i Höfn verði betur lýst en gert er í þessu erindi.
VIII
Þess var getið hér á undan, að ljóðabréfið frá kunningjum
Jónasar er ódagsett; verður því að ráða af líkum, hvenær
það er skrifað. I 17. erindi stendur þetta: ‘Efað hann verður
sjen á Saurum / svartálfurinn af Kaldadal’ og er augljóst
þar af, að bréfið er skrifað meðan Jónas var í Sórey, en þar
var hann frá því í ágúst 1843 til 6. maí 1844. Ef nokkuð
mark er takandi á orðinu gyðingamánuður er tvennt til:
annaðhvort að bréfritarar hafi nefnt desember gyðingamán-
uð vegna þess að 11. desember var skuldaskiladagur; þá átti
að borga rentur og afborganir af lánum, en um þetta leyti
gegndu gyðingar sama hlutverki í Höfn og þeir greiðasömu
menn sem um þessar mundir eiga innangengt i bankana hér
á landi. Annar skuldaskiladagur var 11. júní, á síðari tímum