Skírnir - 01.01.1965, Page 104
94
Ölafur Halldórsson
Skírnir
nefndur fandens fodselsdag í Danmörku. 1 annan stað er
hugsanlegt að með gyðingamánuðinum desember eigi bréf-
ritarar við síðasta mánuðinn í árinu að tímatali gyðinga, og
er raunar sennilegra að svo sé. Árinu 5603 að tímatali gyð-
inga lauk 24. september 1843, og hafa þeir félagar vel getað
haft vitneskju um þetta úr almanökum (ég hef minn fróð-
leik úr Almanach de Gotha pour l’année 1843); hréfið ætti
þá að vera skrifað fyrir 25. september 1843, ef þessi tilgáta
er rétt. En þá er óskýrt hvers vegna december hefur verið
breytt í octobri; ef Jónas hefur sjálfur breytt þessu, mætti
e. t. v. taka það sem bendingu um að hann hafi ekki fengið
bréfið fyrr en í október.
Líklegast er að fundur hafi átt að vera i Fjölnisfélaginu
daginn sem þeir félagar skrifuðu Jónasi ljóðabréfið, en ekki
orðið fundarfært þar sem einungis fjórir komu. Fjölnismenn
héldu fundi hjá Nielsen veitingamanni í Ballhússtræti frá
24. júní til 16. desember 1843, en 30. desember s. á. og allt
árið 1844 voru fundirnir haldnir heima hjá Brynjólfi Péturs-
syni.4 Fundir voru venjulega á laugardögum, en þó kom fyr-
ir að þeir voru haldnir aðra daga. I september 1843 voru
haldnir fundir laugardaga 2., 9. og 16. og mánudaginn 25.
Ef bréfið er skrifað í september og fundur hefur átt að vera
daginn sem það var skrifað, koma til greina 23. og 30., nema
boðað hafi verið til fundar á öðrum degi en laugardegi. Virð-
ist mjög sennilegt að fundur hafi átt að vera laugardaginn
23. september, en boðað hafi verið til annars fundar mánu-
daginn 25., vegna þess hve fáir komu. En ef hér er rétt til
getið, hafa þeir félagar skrifað Jónasi ljóðabréfið 23. septem-
ber 1843.
Sennilega hefur Jónas svarað bréfinu fljótlega eftir að
hann fékk það; má þá búast við að gamanbréf hans sé skrif-
að síðast í september eða fyrstu dagana í október, og raunar
er fleira sem mælir með þessari tímasetningu gamanbréfsins
en að það hafi verið skrifað í byrjun marz 1844, eins og dr.
Matthías Þórðarson hélt.
4) Fundabækur Fjölnis eru prentaðar í EirnreiÖinni XXXII—XXXIII.