Skírnir - 01.01.1965, Síða 105
Skirnir
Úr bréfum Fjölnismanna
95
1 bréfum þeim sem varðveitt eru frá Brynjólfi Péturssyni
og Konráði Gíslasyni til Jónasar er ekki vikið einu orði að
gamanbréfi hans fyrr en í bréfi frá Konráði 6. marz 1844,
og verður þó ekki fullyrt að þar sé vikið að öðru en því sem
segir um jómfrú Jessen frá Slagelse og prestsdótturina ‘með
sunn- og norðan-brjóstin sín’ i bréfi frá Jónasi, sem Konráð
fékk í hendur 5. marz 1844.5 Gísli Thorarensen skrifaði Jón-
asi 7. marz 1844; bréfið, sem er varðveitt í Þjóðskjalasafni,
Varia V, hefst á þessa leið: ‘Jeg vissi það reindar með sjálf-
um mér að þú áttir bréf frá mér fyrir lánga brefið í haust,
enn eg treysti mér ekki til að borga það, .. Þetta langa
bréf sem Gísli treysti sér ekki til að borga getur naumast
verið annað en ljóðabréf og gamanbréf Jónasar, sem í raun-
inni var eitt bréf, og benda þessi orð til að það hafi verið
skrifað haustið 1843.
Vísurnar sem Jónas setti sem mottó fyrir ljóðabréfinu eru
tvö fyrstu erindin í kvæðinu Skrœlingjagrátur, en það kvæði
mun hann hafa ort haustið 1843; hann virðist vitna til þess
í bréfi til Jóns Sigurðssonar 5. október þetta haust: ‘Er nokk-
uð talað um skólabigginguna og hvar á Alþíng að fá sjer
hæli? eða verður það húsnæðislaust, svo alvara komi úr
gamni og þeír megi tilla sjer niður uppí holti.’ Gamanið sem
þarna er vitnað til er vafalaust lýsingin á þinghaldinu í
Skrœlingjagrát, og hefur kvæðið varla verið alveg nýtt þegar
5) Ril II, bls. 168. Sjá ennfremur Smábœkur MenningarsjóSs 7 (Kon-
ráð Gíslason Undir vorhimni. Bréf. Aðalgeir Kristjánsson sá um útgáfuna.
Reykjavik 1961), bls. 48. Orð Konráðs má raunar skilja þarmig að hann
hafi alls ekki séð gamanbréfið þegar hann skrifaði Jónasi 6. marz: ,En
þú með þessar mellur, sumar frá Slagelse, en sumar með undarleg brjóst,
eins og hafmeyjar! Þjer er velkomið að segja mjer fleira frá þeim, ...’
Hann víkur að þessu sama í bréfi til Jónasar 9. marz: ‘Hvað sem þvi líð-
ur, þá er þó gott þú verður ekki áttavilltur í milli brjóstanna á henni
þarna með himnabrjóstin’ (Undir vorhimni, bls. 54). 1 gamanbréfinu var
stúlkan með himnabrjóstin nafngreind, ‘Jomfrú Luice’ og sagt hún væri
frá Munkebjerg-by. Konráð getur um jómfrú Jessen frá Slagelse, er Jónas
minnist á í bréfinu sem Konráð fékk 5. marz, en nefnir aldrei jómfrú
Luice frá Munkebjerg-by. Þetta gæti bent til þess að Gísli Thorarensen
hafi ekki flýtt sér að sýna honum gamanbréfið (sbr. þó bls. 91-92), og
hefur það þá orkað á Gísla eins og rassskellur, sem einnig má ráða af
þvi, að hann treysti sér lengi vel ekki til að svara því.