Skírnir - 01.01.1965, Side 106
96
Ölafur Halldórsson
Skírnir
Jónas skrifaði bréfið til Jóns Sigurðssonar, fyrst hann gerir
ráð fyrir að Jón þekki það.6 Vísurnar í hréfinu til Gísla eru
þá ekki því til fyrirstöðu, að það hréf kunni að vera skrifað
kringum mánaðamót september-október 1843.
Ferðasaga drottningarinnar af Englandi getur í fyrsta lagi
verið skrifuð eftir að dönsk blöð höfðu birt fréttir af ferð
Viktoríu Englandsdrottningar til Frakklands, en í þeirri ferð
var hún dagana 1.--7. september 1843;7 hins vegar er gam-
anbréfið a. m. k. eldra en bréf það sem áður var minnzt á
að Konráð fékk frá Jónasi 5. marz 1844 og líklega hefur ver-
ið skrifað 3. marz, því að þar er óbeinlínis vitnað til gaman-
bréfsins. Orðalag í upphafi ferðasögu drottningarinnar má
skilja þannig, að stutt sé liðið frá atburðum: ‘Einu sinni á
dögunum, þegar drottníngin í Englandi var að borða litla
skattinn . . .’ Ennfremur er í þessu sambandi athyglisverð
klausa í bréfi frá Jónasi til Páls Pálssonar Melsteðs, dagsett
27. september 1843: ‘Eg sagði Jóhanni Briem eitthvað af
ferðalagi ensku drottningarinnar og hefi beðið hann að láta
þig fá það, svo þú getur gengið eftir þvi.’ 8 Þessa klausu
hafa menn skilið svo, að þar væri átt við ferðasögu drottn-
ingarinnar eins og hún er í gamanbréfinu, en að vísu hefur
Jóhann Briem þá ekki haldið henni á lofti, því að engar sög-
ur fara af þessu bréfi Jónasar til hans og aldrei sá Páll Mel-
steð það.9 Bréfið sjálft mun vera glatað.
IX
Jónas hlýtur að hafa átt sérstakt handrit af sögunni ef
hann hefur skrifað hana bæði í bréfið til Jóhanns Briems og
kunningja sinna, nema annaðhvort bréfið sé skrifað eftir
hinu; þegar hann lézt var þó ekkert annað handrit til af
henni en gamanbréfið, og eftir því er hún prentuð í Fjölni
1847. I lokum sögunnar segir að blaðið sé nú á enda, og
6) Rií II, bls. 156 og 387.
7) Skírnir 1935, bls. 148.
8) Hér tekið eftir Rit II, bls. 154.
9) Sama rit, bls. 385.