Skírnir - 01.01.1965, Page 108
FINNBOGI GUÐMUNDSSON:
UM EINA JARLSVÍSU OG KONUNGSBRÉF.
Þegar norrænir menn komu fyrst til Hjaltlands og Orkn-
eyja, hafa þeir að líkindum undrazt tvennt einna mest: það
fólk, sem þar var fyrir, og mannvirki þau, er þeir sáu þar
mjög víða og nefndu á máli sínu borgir. Þótt fyrirrennarar
norrænna manna í eyjunum þokuðu fyrir þeim, héldu þeir
á nokkrum stöðum velli, og borgirnar stóðu flestar eftir sem
áður.
Þegar sagnaritarar taka seint á 12. öld að rita sögu eyj-
anna, eru þessi fyrirbrigði orðin svo hversdagsleg, að þeim
þykja þau ekki sérstakrar frásagnar verð, og verðum vér að
tína saman þá staði, þar sem á þau er minnzt af meiri eða
minni tilviljun.
Einn sagnaritari, höfundur Historia Norwegiæ, getur þess
þó, að Péttar og Papar hafi áður byggt Orkneyjar, og skákar
í því sumum meiri sagnariturum þess tíma, þótt margt sé
furðulegt í lýsingum hans.1)
1 grein þessari verður einkum fjallað um eitt atvik, gripið
úr Orkneyinga sögu, þar sem mætast sem snöggvast tveir
gerólíkir heimar. Annars vegar eru Rögnvaldur jarl Kali og
menn hans, fulltrúar norrænna manna i eyjunum, hins veg-
ar nokkrir munkar, fulltrúar keltneskrar kristni, er komin
var sunnan til eyjanna löngu fyrir tíð víkinga og átti þar
enn athvarf á fáeinum stöðum. Vér skulum rifja upp um-
rætt atvik úr 72. kapítula Orkneyinga sögu:
Sunnudag hlýddi Rpgnvaldr jarl tíðum þar í þorpinu.
ok stóðu þeir úti hjá kirkjunni. Þá sá þeir, hvar gengu
sextán menn slyppir og kollóttir; þeim þóttu þeir und-
0 Gustav Storm gaf Historia Norwegiæ út í Monumenta historica
Norvegiæ, Kristiania 1880.