Skírnir - 01.01.1965, Page 109
Skirnir
Um eina jarlsvisu og konungsbréf
99
arliga búnir. Jarlsmenn rœddu um, hverir vera myndi.
Þá kvað jarl vísu:
Sextán hefik sénar
senn ok topp í enni
jarðar elli firrðar
ormvangs saman ganga.
Þat býrum vér vitni,
vestr at hér sé flestar,
sjá liggr út við élum
ey, kollóttar meyjar.x)
Atvik þetta gerist í Vesturey, í norðvesturhorni orkneyska
eyjaklasans, og er Rögnvaldur þá nýkominn þangað úr Nor-
egi um Hjaltland að brjóta undir sig eyjarnar. Munkarnir
munu aftur á móti hafa komið frá Papey inni meiri, er ligg-
ur áveðurs norðaustur af Vesturey eða „út við élum“, eins
og stendur í vísunni. Sennilegt er, að munklífi hafi verið í
eynni frá mjög fomri tíð, og bendir Papeyjarnafnið víslega
til þess.
Hvað sem því líður, hefur Rögnvaldi jarli og mörgum
manna hans verið nýjung í að sjá munka, er skorið höfðu
hár sitt á þann veg, sem lýst er í vísunni. Vér skulum því
líta gerr á þessa vísu, athuga þann hátt, er Rögnvaldur hef-
ur á í henni og kunnur er í fornum kveðskap: að skýra með
ljósu orði síðar í erindinu það, sem fólgið var fyrr í örðugri
kenningu eða líkingu. Kallar Snorri Sturluson þetta tilsagt
í Háttatali, 25. v.:
Rpst gefr pðlingr jastar,
q1 virði ek svá, firðum.
ÞQgn fellir brim bragna,
bjór fom er þat, horna,
o. s. frv.
U Ég tek vísuna hér upp, en skýri einstök atriði hennar síðar: Hefik
senn sénar ganga saman sextán, firrðar elli ormvangs jarðar, ok topp í
enni. Vér bárum þat vitni, at hér vestr sé flestar kollóttar meyjar; sjá ey
liggr út við élum.