Skírnir - 01.01.1965, Page 110
100
Finnbogi Guðmundsson
Skímir
Egill Skalla-Grímsson fer líkt að í Höfuðlausn, þegar hann
í 8. v. skýrir orðið bengrefill jafnharðan: Hlam heinsoðul /
við hjaldrrQðul, / beit bengrefill, / þat vas blóðrefill. —- Og
vér sjáum það enn betur í 17. v.:
Brýtr bógvita
bjóðr hrammþvita,
muna hodd-dofa
hringbrjótr lofa;
mjQk es hýnum íqI
haukstrandar mQl;
glaðar flotna fjQl
við Fróða mjQl.
1 þessu erindi skýrir hringbrjótr upphafsorðin Brýtr bóg-
vita, og setningin: mjQk es hgnum JqI hauhstrandar mgl —
skýrir á sama hátt orðin bjóSr hrammþvita.
Umrædd vísa Rögnvalds er varðveitt í tveimur handrita
Orknejdnga sögu, Flateyjarbók og Ups. Univ. Bibl. Isl. R:702
4to, og hafa þau bæði lesháttinn jarSar (ef. et.), er útgefend-
ur hafa að jafnaði breytt í jarSir (þf. ft.), ormvangs (gulls)
jarSir: konur. Hér verður hins vegar haldið fast við leshátt
handritanna. Rögnvaldur hefur sénar senn sextán, þ. e. séð
í einum hóp sextán [konur] „firrðar elli ormvangs jarðar“,
og skýrir þennan orðaleik í síðari hlutanum, þar sem hann
talar um kollóttar meyjar. Elli konunnar er þá hár í þeim
skilningi, að konum vex oft hár eða hýjungur í andliti, þá
er þær taka að eldast, en karlmenn verða þvert á móti tíðum
sköllóttir með aldrinum. Hár er því fremur ellimerki kvenna
en karla. Þegar Rögnvaldur leysir, sem fyrr segir, þessa gátu
sjálfur síðar í erindinu, viðurkennir hann með því, að þessi
líking hans hafi verið i djarfara lagi.
Höfundur Orkneyinga sögu hefur þó ekki skilið umrædda
vísbendingu Rögnvalds og haldið, að elli firrSar ætti fremur
að vera eldi (svo F) firrSar, þ. e. sverði (eldr: sverð) firrðar:
slyppar (o: vopnlausar). En þess sér víðar merki í Orkney-
inga sögu og ýmsum öðrum sögum, að höfundar hafa, að því